Úrval - 01.12.1962, Side 131
MEÐ RAFEINDAKERFI
139
A öllum sjúkrahúsum eru gerð-
ar slíkar mælingar með vissn
millibili, til þess að fylgjast með
aimennri líðan sjúklinganna. Sá
hængur er þó á núverandi fyrir-
komulagi, að þýðingarmiklar
breytingar geta orðið á milli
þess, sem mælingar eru gerSar,
án þess að nokkuð sé vitað nm
það.
Eins og' hjúkrun sjúkra er nú
báttað, er naumast hægt að hafa
fullkomið og stöðugt eftirlit með
öllum sjúklingum. Hin sjálfvirku
niæli- og senditæki eru hins veg-
ar þannig' gerð, að hægt er að
nota hluta af þeim í einu, og bæta
síðan við hinum hlutunum smám
saman, og geta allir sjúklingar
notað þau án óþæginda og með
litlum tilkostnaði.
Vísindamenn hafa mælt með,
að þetta nýja kerfi verði fyrst
notað í herberg'jum, þar sem
sjúklingar eru látnir jafna sig
eftir meiri háttar aðgerðir, og
þar sem bráðnauðsynlegt er að
fvlgjast nákvæmlega og stöðugt
með líðan sjúklinganna.
Nýjar staðreyndir um holdsveiki.
Eitt aðalvandamálið í baráttunni gegn holdsveiki er að stemma
stigu við hjátrú þeirri og furðusögum, sem við hana eru bundn-
ar. Myron E. Wegman, læknir við læknadeild háskólans í Ann
Arbor í Michiganfylki í Bandaríkjunum og formaður holdsveiki-
stofnunar Bandasíkjanna fullyrðir, að furðusögur í sambandi við
holdsveiki, sem eru yfir þúsund ára gamlar, séu enn Þrándur
í Götu fyrir þá, sem með vísindalegum rannsóknum berjast gegn
sjúkdómnum. Margir trúa því erin í dag, að holdsveikir menn séu
„fordæmdir" og að sjúkdómurinn sé bráðsmitandi, algjörlega
ólæknandi og banvænn.
Ekkert af þessu hefur við rök að styðjast. Ný lyf, sérstaklega
Sulfone, hafa borið mjög góðan árangur í baráttunni við sjúk-
dóminn. Með góðu samstarfi og viðleitni til viðreisnar, hefur fjöldi
manns læknast að fullu af sjúkdóminum með aðstoð lyfja þess-
ara. Að vísu álíta vísindamenn, að sjúkdómurinn sé smitandi, en
ekki á sama hátt og flestir aðrir sjúkdómar. Flestir geta um-
gengizt holdsveikisjúklinga daglega án þess að smitast.