Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 133
AÐ DJEMA GREIND MANNAT
andi greind hinna ýmsu einstakl-
inga gerir það að verkum, aS þeir
eru mjög ólikir, en samt getum
við ekki skilgreint, hvað felst
raunverulega i orðinu greind.
Það er augljóst mál, að hún er
ekki áþreifanlegur „hlutur“.
Það er hugtak, sem tekur til
margvislegrar hugarstarfsemi.
Þegar við kveðum upp þann
dóm, að einhver verknaður hafi
verið „skynsamlegur“, þá kann
hvaða þáttur þessarar hugar-
starfsemi sem er að hafa átt
sinn þátt í að gæða verknað
þennan þessum „skynsamlegu“
einkennum.
Eftirfarandi þættir hugarstarf-
semi eru venjulega álitnir eiga
sinn þátt í að framkalla skyn-
samlega hegðun:
Athugun: Hæfileiki liins skyn-
sama manns til gaumgæfilegrar
athugunuar er einn af hans
helztu kostum. Hann verður að
skynja vandamálið, áður en hann
er fær um að leysa það. Þess
vegna er skýr og nákvæm skynj-
un og skilningur, sem byggist á
athugun, nauðsynlegur eiginleiki.
Yarðveizla og notkun þess, sem
athugað hefur verið: Einnig má
þekkja góða greind á því, hversu
manninum hefur tekizt að varð-
veita upplýsingar, sem honum
hafa borizt. Greindur maður
geymir þær i huga sér og á
venjulega mjög auðvelt með að
141
notfæra sér þær, þegar hann
þarfnast þeirra með.
Aðlögun og notkun fenginnar
reynslu: Einn lykillinn að skil-
greiningu greindarninar er hæfni
mannsins til þess að notfæra sér
fengna reynslu til þess að leysa
ný vandamál. Þar er meðtalinn
hæfileikinn til þess að sjá ýmis-
legt sameiginlegt og ólikt með
fyrri reynslu og núverandi
vandamáli, með fortið og nútíð,
og velja úr fjölmörgum mögu-
legum aðferðum eða lausnum
einmitt þá, sem er „nákvæmlega
sú rétta“.
Marksækni: Hæfileiki barna til
þess að stefna að settu marki og
vinna að því, að því verði náð,
er merki um vakandi greind, eitt
hinna fyrstu merkja, sem veita
skyldi athygli, ]>egar greind er
metin. Eitt helzta aðalsmerki
skynsamlegs verknaðar lýsir sér
i því, að verknaðurinn ber vott
um vissan tilgang fremur en að
hann sé tilviljunarkenndur. Ráð-
snilli við að finna áhrifamiklar
aðferðir til þess að ná settu marki
getur verið mjög mikilsverður
þáttur skynsamlegs verknaðar.
Skilningur á orsaka- og afleið-
ingatengslum: Eitt helzta merkið
um greind er hæfilciki manna til
þess að gera sér fljótt grein fyrir
því, hvernig eitt leiðir annað af
sér eða hvaða aðferðir eða ráð
he-nta bezt hverju markmiði.