Úrval - 01.12.1962, Page 135
AÐ DÆMA GREIND MANNA ?
143
minni greind hefur, með því að
athuga hæfileika þeirra til þess
að leysa ýmis vandamál. Kemur
þá í ljós, að hinn greindi leysir
þau skjótar og af meiri ná-
kvæmni.
Árangur: Fyrst og fremst er
dæmt um greindina eftir þeim
árangri, sem næst hennar vegna.
Venjulega næst árangur með
hennar hjálp: skjót lausn vanda-
máls, skilningur á einhverri
hugmynd, skjótur lærdómur,
sköpun frumlegra hugmynda.
Yfirieitt er hinn greindi einnig
sá, sem árangri nær. Árangurs-
ríkar athafnir endurspegla hæfi-
leika og þroska mannsins. •—
Andleg starfsemi mannsins er
næm fyrir ýmsum áhrifum. Jafn-
vægisieysi tilfinningalífsins hef-
ur til dæmis sérstaklega mikil
áhrif á dómgreindina. Einnig
hefur kvíðinn augsýnilega áhrif á
starfsemi þá, sem minnið grund-
vallast á, svo að tekið sé annað
dæmi. Þótt sumir andlegir hæfi-
leikar komi ekki altaf greinilega i
ijós, skyldi þvi ekki álykta, að um
sé að ræða algeran skort þeirra.
Bftirfarandi saga er gott dæmi
slíks:
Frank var rekinn úr mennta-
skóla eftir fyrsta námsmisseri í
fyrsta bekk. Þá fór hann í at-
vinnu, en var rekinn úr henni
eftir þrjár vikur. Hann fiæktist
um, reyndi hitt og þetta, velti
því fyrir sér, hvort hann ætti að
ganga i herinn, en svo komst
hann í klípu og var handtekinn
af lögreglunni. Foreldrar hans
fóru nieð hann til sálfræðings
til athugunar.
Sálfræðingurinn sagði þeim, að
um truflun tilfinningaiífsins væri
að ræða hjá Frank, en hann sag'ð-
ist einnig vera að velta því fyrir
sér, hvort erfiðleikar Franks
gætu ekki einnig að sumu leyti
orsakazt af því, að hann hefði ef
til vill tiltölulega takmarkaða
greind.
En þeg'ar sálfræðdngurinn at-
hugaði þann möguleika nánar,
komst hann að því, að fyrsta
skeiðið i skólanum og vinnunni
sýndi Frank ætíð prýðilega
námsgetu. Hann var fljótur að
skiija, og honum gekk vel . ...
en aðeins í stuttan tíraa. A gagn-
fræðaskólaárunum hafði hann
stundað ýmis smástörf ásamt
náminu, og honum hafði ætíð
gengið vel við þau störf, en þó
aðeins fyrst í stað. Atvinnurek-
endur þeir, sem hann hafði
unnið hjá (og kennarar hans)
höfðu ætið verið mjög' ánægðir
með vinnu hans í fyrstu, en brátt
tók henni að hraka. Frank gat
alls ekki stundað sömu vinnuna
né gengið í sama skólann nema
mjög takmarkaðan tíma. Svo
varð hann að breyta til.
í þessu tilfelli var mjög erfitt