Úrval - 01.12.1962, Síða 136
144
að koma auga á hæfileika Franks,
fyrr en aflað liafði verið vit-
neskju um það, hve-rsu ágætlega
honum gekk aö læra nýtt náms-
efni og ný vinnubrögð í hyrjun.
Nátengt þessu er svo annars
konar vandamál, þegar dæma
skal um greind manna. Greind
sumra kemur aðeins i ijós við
vissar aðstæður. Yel menntaður
maður með óvenjulega hæfileika
til ritstarfa verður ef til vill al-
gerlega orðlaus í návist fagurr-
ar stúlku. Hann leitar ef til vill
í hugskoti sinu að venjulegum
einsatkvæðis orðum, stamar og
talar þvoglulega. Ef við hittum
slíkan mann í veizlu og þekktum
hann ekkert persónulega né viss-
um nokkuð um það, hvers konar
maður þetta væri, gætum við
dæmt hann mjög ranglega og
ályktað, að greind hans væri
fremur litil.
Þess vegna getur það verið
villandi að dæma eingöngu um
greind manna eftir öllum sólar-
merkjum, sem í Ijós koma við
eina tegund aðstæðna. Þennan
dóm verður ætíð að athuga nán-
ar og tengja hann einnig upp-
lýsingum um framkomu og við-
brögð viðkomandi aðila við aðr-
ar aðstæður.
Ovenjulegar aðstæður.
Sérstaklega ber að meta var-
færnislega viðbrögð manna við
ÚRVAL
aðstæðum, sem eru þeim óvenju-
legar og óþekktar. Það er auð-
velt að kveða upp rangan dóm,
þegar ruglað er saman hæfileika-
skorti og vissum viðbrögðum til-
finningalegs eðlis. Einhver, sem
er ekki fær um að bregðast skjótt
við við framandi aðstæður, af
ótta við að gera eitthvert glappa-
skot, kann ef til vill að verða
dæmdur ranglega og vera álitinn
ófær um að bregðast skjótt og
réttilega við vegna hæfileika-
skorts.
Menn verða að gera sér grein
fyrir öllum aðstæðum i heild og
þýðingu þeirra fyrir viðkomandi
aðila, áður en ályktanir eru
dregnar og dæmt er um greind
hans. En einnig er til önnur
veigamikil ástæða fyrir því, að
greind fólks birtist á mismun-
andi hátt. Það eru til ýmsar
„tegundir" greindar.
Sumt fólk sýnir greind sína í
notkun orða, talna eða afstæðra
hugtaka. Aðrir eru leiknir í
tæknilegum, hlutiægum störfum
og aðferðum, og enn aðrir sýna
hæfileika sína i félagslegum sam-
skiptum sínum við aðra. Sálfræð-
ingar gera sér grein fyrir því,
að fólk býr yfir mismunandi
hæfileikaheildum eða flokkum og
að velgengni á einu sviði tryggir
ekki endilega velgengni á öðrum
sviðum.