Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 138
146
URVAL
gáfaður af þeim sökum. Báðir
þessir menn kunna aS vera gáf-
aðir að vísu, en þær gáfur þeirra
kunna einnig að vera einskorð-
aðar við viss svið, og þeir reyn-
ast ef til vill ekki eins hæfir í
víðtækum skilningi og þeir virð-
ast vera i fyrstu.
Vitneskja um það, sem maður-
inn er fær um að gera núna,
ásamt öruggum upplýsingum
um það, hvað hann hefur áður
verið fær um að gera, . . . hvort
tveggja mun þettta líklega geta í
sameiningu myndað bezta grund-
völlinn fyrir dómum um greind
mannsins.
Þegar meta slcal greind fullorð-
inna, virðist vera um að ræða
tvenns konar afköst eða afrek,
sem hjálpi manni sérstaklega til
þess að skilja og meta núverandi
hegðun og athafnir. Er þar átt
við námsafköst annars vegar og
starfsafköst liins vegar.
Nota má námsárangur i skóla
sem mælikvarða á greind. Fólk
gerir almennt ráð fyrir því, og
það með töluverðum rétti, að
nemendur, sem ljúka vissum
prófum á sómasamlegan liátt,
séu líklega greindari en þeir, sem
ekki gera slíkt. Þýðingarmikið
skilyrði er það í þessu sambandi,
að báðir hópar nemenda hafi
svipuð tækifæri og reyni í jafn-
rikum mæli að notfæra sér þau.
Þar að auki má nota það sem
mælikvarða á greind, hversu
háum prófum menn hafa lokið,
1). e. hversu langt þeir hafa
náð á námsbrautinni, og hver
námsárangur þeirra hefur verið.
Ef vitað er um einhvern, að' hann
hafi til dæmis lokið mennta-
skólaprófi, er slikt nægilegt til
þess að gefa til kynna, að hann
hafi að minnsta kosti heldur
meira en meðalgáfur.
Námskröfur skólanna eru
breytilegar.
En það er ómögulegt að vita,
hversu langt yfir meðallagi
greind viðkomandi er, nema fyr-
ir hendi séu einnig upplýsingar
um gæði skólans eða námsárang-
ur nemendans í skóla þeim.
Töluverður mismunur er á
náms- og prófkröfum hinna ýmsu
skóla. Inntökupróf við hina ýmsu
menntaskóla sýna verulegan mun
á hæfni nemenda við skóla þessa.
I sumum skólum er meðalgreind-
arvísitala nemenda fyrir neðan
100, en í öðrum er hún aftur á
móti yfir 120. Að vísu þarf yfir-
leitt mjög góða greindarvísitölu
(120 eða yfir) til þess að ná prófi
frá fyrsta flokks menntaskóla,
en það er einnig mögulegt að
komast í gegnum suma mennta-
skóla, þótt nemandinn hafi að-
eins meðalgreind. Þvi er það
ekki nóg ástæða að álíta greind
einhvers mjög mikla, vegna þess