Úrval - 01.12.1962, Síða 139
AÐ DÆMA GREIND MANNA?
147
eins, að hann er „stúdent“.
Hægt er að bera saman greind-
arvísitölu og mismunandi langa
skólamenntun í stórum dráttum.
Slíkt hefur reynzt kleift meS því
að athuga, hvert er meSaltal
hæfileika þeirra nemenda, sem
hafa lokið barnaskólaprófi, gagn-
fræðaskólaprófi og menntaskóla-
prófi.
Yfirleitt má gera ráð fyrir
1 jví, að hafi nemandi lokið barna-
skólaprófi á sómasamlegan hátt
(i skóla, sem gerir meðalháar
kröfur til nemenda), þá hafi
hann að minnsta kosti ekki lægri
greindarvísitöhi en 90 (lág með-
algreind). Yenjulegur gagnfræð-
ingur hefur að minnsta kosti
greindarvísitöluna 110. Séu þær
upplýsingar veittar um einhvern,
að hann sé gagnfræðingur, má
því gera ráð fyrir því, að sá hinn
sami hafi að minnsta kosti háa
meðalgreind, svo framariega sem
skólinn gerir sómasamlegar
kröfur til nemenda sinna.
En hvað er þá að segja um
nemendur þá, sem hætta í skóla,
áður en þeir ljúka barnaskóla-
prófi, eða þá sem byrja í ung-
lingasltóla og verða að hætta?
Á að álíta, að greind þeirra sé
í meðallagi eða þar undir? Svar-
ið er játandi, svo framarlega
sem hægt er að færa sönnur á, að
nemendur hafi hætt vegna gáfna-
skorts.
Því getur skólanám einstakl-
ings verið gagnlegur mælikvarði
á greind hans. En augsýnilega
er það mikilvægara að fá upp-
lýsingar um, hversu langt við-
komandi sé kominn á námsbraut-
inni og hversu hann hafi notað
þau tækifæri, sem honum hafa
boðizt, heldur en upplýsingar
um það eitt, hvað hann hafi ekki
gert — ekki lært.
Þeg'ar einhverjum einstaklingi
standa e-kki til boða tækifæri á
einhverju vissu sviði, getur aug-
sýnilega ekki verið um að ræða
nein afrek á því hinu sama sviði.
Þá verður að leita sönnunargagna
á öðrum sviðum. Rannsóknir sál-
fræðinga beinast því mjög að
störfum manna og vinnu, þegar
dæma skal um greind fullorðins
fólks.
Einkenni starfsins geta að
minnsta kosti með þrennu móti
leitt ýmislegt í ljós viðvíkjandi
greind manns þess, sem starfið
vinnur.
Fyrst er um að ræða eðli sjálfs
starfsins. Hvaða andlegir hæfi-
leikar eru nauðsynlegir til þess,
að maðurinn geti innt starfið
af hendi Og hvað þarf starfs-
maðurinn raunverulega að fram-
kvæma, þegar hann innir starfið
af hendi?
Viðhorfið til starfsins.
Einnig ber að athuga viðhorf