Úrval - 01.12.1962, Side 140
148
fólks til starfanna, sem það hef-
ur með höndum. Það er ekki að-
eins um það að ræða, að greind-
ara fólk komizt yfirleitt í vanda-
meiri störf, heldur býr það yfir
löngun og viðleitni til þess að
taka að sér enn vandameiri störf.
Það eru líkur til, að því finnist
venjuleg, vélræn störf leiðinleg
og ófullnægjandi. Það hefur þörf
fyrir að fá að fást við vandamál
. . . að fá að reyna sig. Það hefur
áhuga fyrir að taka á sig ábyrgð
og að fá störf, sem gefa því
tækifæri til vaxtar og þroska.
Auðvitað er það ekki svo, að
allt gáfað fólk búi yfir slíkri
metnaðargirni eða sýni löngun
til þess að taka á sig aukna
ábyrgð. Sumt vill kannske held-
ur vinna viss störf, sem veita ef
til vill ekki mjög mikil tækifæri
tli vaxtar og þroska, en það getur
innt mjög vel af hendi. Ýmsir
þættir tilfinningalegs eðlis stuðla
auðvitað mjög að því, hvort ein-
staklingurinn er ánægður eða
óánægður með starf sitt.
í þriðja lagi er það ómaksins
vert að afla sér upplýsinga um
fyrri starfssögu mannsins: hvers
konar störf hann hefur unnið
og hvort hann hefur sótt sig 1
starfi sínu og þá í hve rikum
mæli sá frami hans hefur verið.
Hefur hann sýnt áhuga fyrir að
taka á sig aukna ábyrgð og þá
jafnframt hæfileika til slíks?
ÚRVAL
Hefur hann verið fær um að
læra nýjar vinnuaðferðir . . . ný
störf?
Starfssaga fóllcs, sem hefur
hlotið litla skólamenntun, en er
„sjálfmenntað“ eða hefur sjálft
brotið sér braut, gefur mikil-
vægar upplýsingar um gáfnafar
þess.
Um mismunandi mistök getur
orðið að ræða, þegar dæmt er
um greind fólks með liliðsjón af
starfi þess og starfssögu. Hafa
slcyldi það til dæmis í huga, að
oft ræður fólk sig til starfa, sem
eru ekki fyllilega samboðin
hæfileikum þess, og svo heldur
það fast í þau störf af ýmsum
ástæðum.
Einnig gétur svo virzt i fljótu
bragði, að starf krefjist vissrar
greindar af starfsmanninum, þótt
svo sé ekki í raun og veru. Slíkir
titlar sem „blaðafulltrúi", „út-
breiðslustjóri“ eða „aðstoðar-
framkvæmdastjóri“ kunna að
hafa viss áhrif á okkur, þar eð
þessir titlar virðast gefa til kynna
vissa virðingarstöðu. En svo
komumst við ef til vill að því, að
þessi störf krefjast ekki flókn-
ari heilastarfsemi af starfsmann-
inum heldur en starf „úravið-
gerðarmannsins“ eða „skatt-
heimtumannsins“. Við metum
allt of oft mikilvægi hvers starfs
með einhliða hliðsjón af þvi,
hvort þau virðast vera virðuleg