Úrval - 01.12.1962, Síða 141
AÐ DÆMA GREIND MANNA?
149
þjóðfélagslega séð eða ekki,
íremur en að meta þau eftir því,
hvers þau hljóta eðlislægt að
krefjast af starfsmönnunum.
Einnig getur orðið um rangt
niat að ræða, þegar sérhæfð
leikni á einhverju sviði er endi-
lega álitin benda til greindar.
Hafa mætti í huga athugasemd
5 ára hnátunnar litlu, sem horfði
á pabba sinn aka bifreið fjöl-
skyldunnar: „Ó, pabbi, mikið
hlýturðu að vera „sniðugur" að
geta „keyrt“ svona!“
Ýmislegt annað í lífi einstakl-
ingsins getur gefið ríkulegar
upplýsingar, sem leggja má til
grundvallar dómum um greind
hans. Tómstundastörf, skemmt-
anir þær, sem áhuginn beinist
að, samkvæmislíf, fjölskyldulif
. . . næstum allar mannlegar at-
hafnir, öil mannleg samskipti,
geta gefið vísbendingu um gáfna-
far einstaklingsins. Við fram-
'kvæmum athuganir okkar hvar
sem enhverjar vísbendingar slíks
eðlis birtast okkur.
Fleiri menn þjálfaðir til geimferða.
Geim- og flugmálaráð Bandaríkjanna hefur tilkynnt, að fyrir
haustið verði ráðnir fimm til tíu menn, sem þjálfaðir verða
til geimferða. Til greina koma eingöngu þeir, sem eru verk-
fræðingar að mennt og eru vanir að fljúga tilraunaþotum.
Þessir nýju menn verða eldri geimförunum sjö til aðstoðar
í starfi. Fyrsta verkefni þeirra verður sennilega að aðstoða
eldri geimfara, við að stjórna tveggja manna geimfari, svonefndu
Gemini, sem gert er ráð fyrir að verði allt að þvi viku í einu
á braut umhverfis jörðu. Þá verða þeir þjáifaðir í stjórn þriggja
manna Apollo geimfarartækja, sem ætlað er að lenda á tunglinu.
Nýtt efni til að draga úr vexti iHgresis meðfram vegum.
Fundið hefur verið upp nýtt efni, sem koma á í veg fyrir
gróður illgresis. Verður það notað á illgresi, sem vex meðfram
vegum og illt er að ná til með sláttuvél. Efni þetta hefur þann
kost að það tefur fyrir vexti illgresis, án þess þó að drepa
það.