Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 145
LÆKNIR LANDNEMANNA
153
ið eins og í slátrarabúð, og oft
var sjálfur læknirinn þannig á-
sýndum, að það eitt nægði til að
drepa allan kjark úr sjúklingun-
um. Þeir fáu Jæknar, sem sápu-
þvoðu sér um hendur við starf
sitt voru álitnir eins konar flott-
ræflar af hinum.
Vistin í Dover-menntaskólan-
um var ekki leikur í þann tíð,
og reyndist hún Murrough nyt-
samur undirbúningur að náminu
í læknaskólanum. Þar var það
eitt af grundvallaratriðunum,
sem verðandi læknar urðu að
leggja sér öðrum fremur á minni,
að ráðleggja hægðalyf, ef þeir
gátu ekki greint sjúkdóminn.
Ógn og viðbjóður krufningastof-
unnar var með þeim hætti, að
margir kvöddu læknisfræðina í
skyndi og' sneru sér að einhverju
þokkalegra og virðulegra ævi-
starfi, eins og lögfræði eða verk-
fræði.
Sumir vörðust ódauninum með
því að troða kamfóruvættri
baðmu'l í nef sér, en aðrir reyktu
stanzlaust. Murrough var einn
af þeim fáu, sem hvorugs þurfti
með; það beit ekkert á hann.
Dr. Brarton Hix, frægur fyrir
rannsókn sína á fósturhreyfing-
um, kenndi Murrough og skóla-
bræðrum hans fæðingarhjálp.
Væri dr. Hix enn á iífi, mundi
liann vafalaust viðurkenna, að
hinn fyrrverandi nemandi hans
gæti nú kennt honum ýmislegt í
sambandi við þau vísindi, eftir
að hafa tekið á móti rúmlega
níu þúsund börnum, þau fimmtíu
og sjö ár, sem hann hefur verið
læknir.
Dr. Hix bað nemendur sína
löngum muna það, að forðast
bæði flaustur og áhyggjur, þegar
út í starfið kæmi. „Munið að þið
hafið þann fæðingarlæknir sem
mestur er, ykkur til aðstoðar —
sjálfa náttúruna.“
áíeð þessari áminningu reyndi
Murrough O’Brien að halda kvíða
sínum í slcefjum, þegar hann
lagði af stað haustnótt eina árið
1888 til að taka í fyrsta skipti á
móti barni einn sins liðs. Það er
flestum læknum sú þolraun, sem
þeim líður seint úr minni. Mun á
stundum erfitt að skera úr um
hvort þjáist meira, móðirin í fæð-
ingarhríðunum eða hinn ung'i
læknir í ótta sínum.
Það sem O’Brien varð þó
minnisstæðast í sambandi við
þann atburð, var gamla og fram-
komuhrjúfa yfirsetukonan, sem
Iieilsaði h'onum með hryssings-
leguin hlátri, þegar hún sá hve
ungur og óreyndur hann var.
„Þetta var skessa mikil og bak-
hlutinn .eins og á briggskipi, og
svo ferleg ásýndum, að ég er
ekki i vafa um, að marg't barnið
hefur hörfað hið bráðasta aftur
lil öryggis síns i móðurkviði,