Úrval - 01.12.1962, Síða 147
LÆKNIR LANDNEMANNA
155
áður komast aS raun um, að
læknistaskan væri næg vörn, og
fór hann allra sinna ferða um
þessi hverfi, hvenær sólarhrings-
ins sem var, án þess að veitzt
væri að honum.
ÞaS var eitt sinn um miðja
nótt, að dyravörður skólans
knúði dyra hjá honum. „Fæðing-
arvitjun að Smithfield Market,
O’Brien," kallaði dyravörðurinn
inn ti! hans. „Það bíður kona
niðri til að vísa yöur 'eiðina."
Murrough tautaði eitthvað um
það í svefnrofunum, að þessi
ófæddu börn hefðu merkilega
hneigð til að raska næturró
manna á meðan hann jós andlit
sitt köldu vatni, snakaði sér í
fötin, þreif töskuna og hraðaði
sér niður stigann, þar sem ieið-
sögukoan beið hans. Hún var
mögur og gægsnisleg, og bar það
með sér, að hún var af þeirri
stétt kvenna, sem einna fyrst er
getið í sögum. Um höfuð sér, og
axlir hafði hún vafið gráu og
furðu óhreinu sjali, sem skreytt
var tveim rósahnöppum úr ódýr-
um borða.
Morð að Smithfieid Market.
Þegar þau héldu eftir myrkum
og regnblautum götunum, spurði
Murrough konuna hvert ferðinni
væri eiginlega he-itið.
„Þetta er náJægt Old Baily
fangelsinu,“ tautaði hún.
„Það hefði þá legið beinna við
að sækja lækni við East End
sjúkrahúsið,“ mælti Murrough og
ekki gremjulaust, en konan yppti
einungis öxlum og svaraði: „Allir
barnsfeður hennar hafa verið úr
þessu hverfi.“
Murrough gat ekki brosi var-
izt, en sagði, þegar hann sá að
konan leit tortryggnislega á
hann: „Já, þeir eru athafnasam-
ir hérna i hverfinu."
Þegar þau nálguðust 0!d Baily,
1 eiddi konan hann að dyrum
kjallaragrenis og yfirgaf hann
þar. Þegar kom niður í kjallar-
ann, lagði hinn venjulega ódaun
fyrir vit; þar virtist marg't manna
samankomið í óhrjálegri og' hálf-
myrkri vistarveru, en konan lá
i hrúgu af óhreinum tuskum og
fataleppum úti í horni.
Þarna voru þrjár konur aðrar,
sem virtust hafa það helzt fyrir
stafni að drepa veggjalýs, og lagði
af þeim megnan brennivínsþef.
Þarna var og mergð af krökkum,
og rak Murrough þau frá dyngj-
unni á meðan á fæðingunni stóð.
Ekki varð honum þetta þó
minnistæðast af því, sem gerðist
þessa nótt. Segir hann sjálfur
svo frá atburðum:
„Ég gleymi því aidrei hve
hressandi það var að koma út í
regnsvalt næturloftið eftir stund-
ardvöl niðri í þessu fúla greni.
Að vísu var ónotalega kalt, svo