Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 148
156
UR VAL
ég bretti upp frakkakragann og
tók stefnu á Fleetstræti, ef ég
kynni að ná þar í leiguvagn.
Ég hafði gengið um hundrað
metra, þegar ég heyrði Stóra Ben
siá tvö, og bergmálið af klukku-
hljómnum var varla dáið út þegar
við kvað angistaróp konu æin-
hvers staðar í grenndinni, svo
hátt og skerandi, að ég nam stað-
ar ósjálfrátt.
„Aðeins eitt angistaróp, sem
rauf þög'n hinnar myrku nætur,
og' þegar bergmál þess hljóðn-
aði, var þögnin hálfu þyngri og
ömurlegri en áður. Mér fannst
ósjálfrátt sem öll borgin stæði
á öndinni og' legði við hlustir.
„Að mínum eigin hjartaslögum
undanskildum, ríkti þessi órofa-
þögn nokkur andartök, sem mér
þótti eilífð löng; svo heyrðist
hratt fótatak manns, sem hljóp
framhjá í myrkrinu án þess ég
gæti til hans séð.
„Þetta hverfi, Smithl'ield Mark-
et, var ekki sérlega vel til
skennntigöngu fallið á því herr-
ans ári, 1888, jafnvel ekki um
bjarían dag', hvað þá á myrkri
haustnótt. Angistaróp konu og
fótatak manns ó flótta jók ekki
heldur á vingjarn'eik þess, en
forvitnin varð skynseminni yfir-
sterkari, og ég sneri við til að
sjá hvað gerzt hefði.
„Ljósker lögregluþjónsins lýsti
mér á staðinn. Angistarópið hafði
kallað fleiri Lundúnabúa á vett-
vang, þó að næturlagi væri; það
var þó ekki stór hópur, sem
safnazt hafði saman umhverfis
lík konunnar, sem lá á götunni.
Annar lögregluþjónn var þarna,
og laut sá að líkinu, en ég' oln-
bogaði mig nær, kvaðst vtera
læknir og spurði hvort aðstoðar
minnar væri þörf. Lögreghi-
þjónninn, sem að likinu laut,
hristi höfuðið. „Hún þarf ekki
framar iæknis, við,“ sagði hann,
og þegar ég sá hvernig hún var
leikin, var mér ljóst að ekki
þurfti neinn lækni til að kveða
upp þann úrskurð. Það höfðu
verið hræðilegar aðfarir.
„Skítugur hverfisbúi kippti í
ermi mína og hvíslaði hásum
rómi: „Það er Jack barkaskeri,
sem þarna hefur verið á ferðinni
rétt einu sinni, herra minn.
Þetta er sú fimmta, sem hann
leikur svona.“
„Lögregluþjónninn, sem á ljós-
kerinu hélt, beindi bjarmanum
að anciliti líksins. Og þá var það,
að ég' veitti athygli gráa sjalinu,
sem fatlið hafði af herðum kon-
unnar myrtu. Rósaknapparnir
tveir tóku af allan vafa . . .
„Þau fimmííu og sjö ár, sem
ég Jief gegnt læknisstörfum, hef
ég séð margan hryllilegan dauð-
daga, en enginn hefur þó haft
eins lamandi áhrif á mig og morð-
ið á þessari brjóstumkennanlegu