Úrval - 01.12.1962, Page 153
LÆKNIR LANDNEMANNA
161
bjarga öllu úr sjálfheldunni, með
bví að spyrja nýja lækninn í
háifum hljóðum hvort hann
bragðaði áfengi, og stinga upp
á því, þegar læknirinn vildi ekki
sverja það af sér, að þeir kæmu
og fengju sér einn gráan.
Ekik hafði Murrough O’Brien
neina hugmynd um það, þegar
hann fékk sér fyrsta — en ekki
siðasta - viskýsopann í Dominion-
borg, að útstæð eyru hans, stórt
nef og embættisljómi hefðu ger-
samlega sigrað hjarta ungrar,
berfættrar skólastelpu í hópnum
á brautarpallinum. Vist var um
það, að augu Möggu Barber, hinn-
ar jarphærðu dóttur eins braut-
arstarfsmannsins, ijómuðu skær-
ara en nokkru sinni fyrr, þegar
hún sat á skólabekknum næstu
dagana. Fimm árum síðar, þeg-
ar hún var orðin nítján ára, stóð
■svo brúðkaup hennar og „nýja
iæknisins" með pomp og prakt,
enda þótt gallblöðrukast og
botnlangabólguuppskurður yrðu
til að seinka athöfninni um fjór-
ar klúkkustundir, og presturinn
yrði þess vegna að hraða hjóna-
vígslunni eins og hann sá sér
frekast fært.
Daginn eftir komu sína til
borgarinnar, fór nýi læknirinn
að svipast um eftir hentugu hús-
næði fyrir lækningastofu. Þar eð
efnahagsástæður hans voru þá
slíkar, að hann varð að fara
hægt og gætilega i sakirnar, var
ckki um annað að ræða, en litla
skúrbyggingu bak við þvottahús
Lim Yees, hins kínverska. En
nokkuð bætti úr skák, að hann
fékk að hengja auglýsingaspjald
á framhlið þvottahússins: „Murr-
ough O’Brien læknir. Gengið inn
í lækningastofuna að húsabaki."
Þegar hann opnaði lækninga-
stofu sina, átti hann eiginlega
ekki önnur áhöld en náldælu,
fæðingartangir, tanntengur, sára-
skæri og liitamæli. Hann beið
fyrsta sjúkjlingsins með tals-
verðri eftirvæntingu, og bað þess
af einlægni að sú aðgerð veitti
eitthvað í aðra hönd, því að þó
útbúnaður lækningastofunnar
væri ekki meiri eða ríkmann-
legri en brýnust nauðsyn krafði,
hafði hann gengið ískyggilega
nærri pyngju hans.
Fyrsti sjúklingurinn lét ekki
lengi á sér standa, og sjúkdóms-
greiningin virtist ekki vandasöm,
eftir bólgnum og órökuðum
kjálka mannsins að dæma. —
Murrough vísaði honum vin-
gjarnlega til sætis, og náunginn
glennti upp munninn; rak síðan
skitugan puttan á kaf upp í sig
og stundi: „Hún er þarna . . .“
Murrough var ekki lengi að
kipa tönninni i burtu, og þegar
náunginn var þannig laus við
kvalara sinn, stakk hann hend-
inni í vasann, ljómandi i framan