Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 154
162
af þakklæti, og spurði: „HvaS
skulda ég yður svo læknir?“
Murrough hugsaði sig um.
Hann hafði í rauninni ákveðið
að taka einn dollar fyrir hvern
tanndrátt, en eftir að hafa séð
upp í náungann, þóttist hann
eiga þar framtíðaratvinnu vísa
og vildi því stilla gjaldinu í hóf.
„Eigum við ekki að segja fimm-
tíu sent,“ varð honum að orði.
En hann átti eftir að iðrast
þeirrar linkindar sinnar. Það er
fátt sem ekki vitnast í smábæjum,
og þegar Murrough ætlaði að
krefja næsta tannpínusjúkling
sinn um dollar fyrir tanndrátt,
hreyfði hann þegar mótmælum.
Ekki fékk hann meiri starfa
þennan daginn, ekki fyrr en und-
ir kvöldið, en þá var hann sóttur
til að binda um meiðsl telpu,
sem naut hafði stigið ofan á.
Fyrir þá aðgerð lilaut hann ekki
nema þakklætið. Þegar hann kom
til baka, sá hann hvar vagn með
tveim múldýrum stóð úti fyrir
þvottahúsinu. Og Kínverjinn
hneigði sig djúpt fyrir lækninum
og aðvaraði hann á sinni tak-
mörkuðu ensku: „Mikið veikur
maður, bölvar eins og fjandinn
sjálfur.“
Þegar Murrough kom inn í
lækningastofuna, beið hans þar
stór og mikilúðlegur náungi, sem
leit ekki út fyrir að kippa sér
upp við smávegis sársauka. Hann
ÚRVAL
hafði graftarkýli mikið á fram-
handlegg, og Murrough þóttist
sjá að svo harður mundi náungi
sá af sér, að hann þyrfti ekki
neinnar deyfingar við. „Þetta
verður dálítið sárt,“ mælti hann
aðvarandi.
„Varla sárara en það er,“ svar-
aði náunginn stuttur í spuna.
En um leið og Murrough stakk
á kýlinu, öskraði náunginn eins
og blótneyti, og án þess að vita
af því, gaf hann lækninum svo
vel úti látið kjálkahögg með
vinstri hendinni, að hann féll á
gólfið með þungum dynk, en
Kínverjinn, sem staðið hafði á
gægjum við dyrnar, tók til fót-
anna sem mest hann mátti.
Murrough spratt þó strax á fæt-
ur aftur, og náunginn skammað-
ist sín niður fyrir allar hellur
„Þetta er allt í stakasta lagi,“
varð Murrough að orði, en bað
hann þó að halda vinstri hend-
inni fyrir aftan bak, á meðan
hann væri að kreista lit úr kýl-
inu. Og þegar náunginn spurði
að aðgerð lokinni hve mikið hann
skuldaði, setti Murrough upp
þrjá dali í stað tveggja, sem eins
konar miskabætur, og var þó um
og ó.
Þegar Murrough hafði starfað
þarna í þrjár vikur, hafði hann
auðgazt svo, að hann sá sér fært
aS kaupa notað reiðhjól. Næsta
laugardagskvöld, þegar hann var