Úrval - 01.12.1962, Síða 155
LÆKNIR LANDNEMANNA
163
kallaður til sængurkonu í fyrsta
skipti, hjólaði hann allt hvað af
tók eftir aðalgötunni, með þrjá
eða fjóra hunda og tvo stráka
á hörkuspretti á eftir sér. Að vísu
gerði hann ráð fyrir að barnið
niundi komast í heiminn án sinn-
ar aðstoðar. En það voru fimmt-
án dollararnir, greiðslan, sem
honum bar fyrir fæðingarhjálp-
ina —■ þeirra gat hann varla
árafizt, nema hann væri kominn
á vettvang á undan barninu.
Fæðingin gekk ljómandi vel.
Og foreldrarnir voru hinum nnga
lækni svo þakklát, að þau lýstu
hátíðlega yfir þvi, að þau myndu
láta barnið heita i höfuðið á hon-
Um. Hins vegar minntust þau
ekki á borgun, og hann kunni
ekki heldur við að minnast á
hana, eftir að honum hafði verið
heitið slíkum heiðri.
Annir hins unga læknis jukust
stöðugt, og í ágústmánuði þetta
sama sumar mátti heita að um-
dæmi hans ykist svo á einni
nóttu að það yrði hverjum ein-
Um lækni ofvaxið. Þá voru um
fjögur þúsund landnemafjöl-
skyldur fluttar þarna út á slétt-
Una — innflytjendur frá Galiziu,
Rutheníu og Ukrainu — og
stjórnin fól Murrough að líta
eftir heilsufari þeirra, en ábyrgð-
ist honum þó ekki greiðslu nema
fyrir skurðaðgerðir; greiðslu
fyrir aðra læknisaðstoð yrði hann
að fá hjá viðkomandi sjúklingum
eða aðstandendum þeirra. Og
landnemarnir sáu um að hann
hefði nóg að starfa, einkum þó
hvað fæðingarhjálp snerti, því
að frjósemi þeirra virtist með
eindæmum. Og nú hófst anna-
samasta tímabil ævi hans, þegar
hann var á hestbaki mestallan
sólarhringinn með áhaldatöslcuna
fyrir framan sig, á hörkureið á
milli sjúklinganna á sléttunni
miklu.
Vegna þessara sifeldu ferða-
laga á hestbaki átti hann flestum
meira undir veðrinu komið, enda
fylgdist hann stöðugt með veður-
útlitinu, ekki síður en líðan sjúkl-
inganna. Það var sannarlega ekki
neinum heiglum hent að lenda
i hellirigningu og stormi úti á
sléttunni, eða ferðast um hana að
vetrarlagi í hörkufrosti og hríð,
enda Ienti Murrough þar í margri
svaðilför. Slíkar aðstæður gera
suma að biðjandi læknum, aðra
að bölvandi læknum. Murrough
O’Brien skipaði sér i flokk með
þeim síðarnefndu. Kveðst hann
hafa lagt sér til svo fjölbreýttan
og kjarnmikinn forða blótsyrða
á þessum árum, að hver skútu-
skipstjóri hefði mátt öfunda sig
af. Heldur hann þvi og fram, að
hressileg blótsyrði auki adrena-
línið í blóðinu, og geti þannig
aukið hröktum, gegndrepa og