Úrval - 01.12.1962, Page 156
164
U R VA L
slituppgefnum lækni þrótt til
nýrra átaka við storminn og
ófærðina. Ekki telur hann þó með
öllu útilokað að róandi áhrif
bænarinnar hefðu haft öllu holl-
ari áhrif en adrenalínið, þegar
hann lijólaði allt hvað af tók í
haustmyrkrinu í miskunnarlausri
keppni við storkinn — og svo lá
belja þversum yfir veginn. Einu
sinni kom það lika fyrir að hann
ók á óðan bola í náttmyrkrinu
þegar þánnig stóð á, og átti þá
ekki annars úrkosta en leita
fyigsnis í vegarskurðinum þang-
að til holinn, sem ekki bölvaði
minna’en læknirinn, hugði hann
sokkinn í siéttuna. Storkurinn
vann kapphlaupið í það skiptið.
Hjólhesturinn kom Murrough
í góðar þarfir að sumrinu, þegar
leirinn á yegunum um sléttuna
var harður sem steinsteypa undir
mjúku ryklagi. En þegar rigna
tók á haustin reyndist hjólhest-
urinn vandræðafarartæki, og var
Murrough því fegnastur þegar
efnahagurinn leyfi honum að
kaupa sér hest af holdi og blóði.
Þá fór hann líka að hafa meira
umleikis. Þegar Kinverjanum
þótti fataþvot'turinn ekki gefa
nóg í aðra hönd og fluttist úr
borginni, tók læknirinn allt
þvottahúsið á leigu og breytti
því í lækningastofur og íbúð. Á
sumrin ók hann oft i léttivagni
í sjúkravitjanir, eftir að hann
fékk hestinn, en þegar haustaði
og færð spilltist, lagði hann
hnakkinn á hann.
Þegar veðrið fór hamförum,
var oft ekki sjón að sjá lækn-
inn, þegar hann bar loks að dyr-
um, holdvotur og forugur frá
hvirfli til ilja. Og þá var orðbragð
læknisins ekki heldur alltaf bein-
línis embættislegt, en þó dró held-
ur úr svaðanum, ef húsbóndinn
á heimilinu vissi hvað við átti og
veitti lækninum einhverja brjóst-
birtu. Ef síminn hefði verið kom-
inn út á sléttuna i þann tíð —
raunar eru mörg býli þar sima-
laus enn þá mundi það hafa
auðveldað lækninum starfið til
muna. En þó hafði það einn kost
í för með sér. Fyrir bragðið
sótti venjulega einhver af fjöl-
skyldu hins sjúka eða nágrönn-
um hennar læknirinn, svo að
hann átti vísa leiðsögn og sam-
fylgd, sem kom sér sannarlega
vel í náttmyrkri og misjöfnu
veðri. Oft var lækninum líka séð
fyrir fararskjóta og fylgd báðar
leiðir.
Skurðlækningatæki eru dýr á-
liöld, og það var ekki fyrr en
Murrough hafði stundað lækning-
ar þarna í tvö ár, að hann hafði
sparað saman fé til að kaupa hin
dýrari tæki. Þangað til varð hann
á stundum að notast við tæki,
sem hann smíðaði sjálfur, og sem