Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 157
LÆKNIR LANDNEMANNA
165
skurðlæknanemar nú mundu
stara á skelfingu lostnir.
Skurðlæknar nú koma oft
þreyttir heirn í Buickbil sínum
eða Kadilják að morgni, eftir að
hafa framkvæmt erfiða skurðað-
gerð, sem ekki mátti dragast
stundinni lengur. Fyrir fimmtíu
árum þótti bæjarbúum þarna það
hvorki óvenjuleg né skopleg sjón
að sjá lækni sinn koma ríðandi
heim úr læknisvitjun að morgni,
með áhaldatöskuna bundna við
hnakknefið og stóran poka í fang-
inu. Og það auðveldaði honum
að minnsta kosti bókhaldið, þeg-
ar honum var greidd læknis-
hjálpin með saltaðri flesksíðu
eða kartöflupoka.
begar lækninum var meir
en nóg boðið.
Það var ekki óvenjulegt að
kallað væri á glugg'a læknisins
með framandlegum málhreimi,
þegar hann var skömmu lagztur
til svefns. Og Murrough O’Brien
fannst það alltaf sérlega ónota-
legt, þegar svo stóð á að hann
var nýsofnaður, eftir að hafa vak-
að lengi nætur yfir spilum.
Þannig stóð einmitt á, þegar
svo hraustlega var barið að dyr-
um hjá honum eina nóttina, eða
öllu heldur undir morguninn, að
húsið skalf á grunni. Þá var jafn-
vel svo langt gengið, að hann
bölvaði sjálfum sér fyrir það í
svefnrofunum, að hafa farið að
gerast læknir, í stað þess að taka
þægilegt liðsforingjaembætti i
Punjab. Um leið og hann arkaði á
náttfötunum fram í dyrnar,
heyrði hann kallað sterkri röddu
úti fyrir: „Barn á leiðinni!“
Það reyndist ekki einungis vera
hið mesta ranghermi, lieldur beið
og læknisins þarna eitthvert hið
erfiðasta verk og við hinar lök-
ustu aðstæður, sem hann hafði
nokkurn tíma orðið að vinna.
Barnið var ekki nema hálf-
fætt og þar að auki dáið, og
þannig hafði konan legið í fimm
dægr, án þess eiginmaðurinn
gæfi sér tíma til þess frá bú-
önnunum að sækja lækninn.
Hann hafði sjálfur tekið á móti
öllum hinum börnunum, tiu tals-
ins. Ekki var nema um e-ina vist-
arveru að ræða, frekar en títt var
hjá landnemunum, með moldar-
g'ólfi og sótug'u bjálkaþalci.
Rekkjan, sem sængurkonan lá í
stóð á háum stólpum, en undir
henni voru nokkrir kassar, hlið
við hlið. í þeim sváfu börnin.
Fyrir aftan rúmið stóð kassi, en í
honum lá hæna á eggjum, og
annar stóð við fótag'aflinn, og sat
gæs í honum við sömu iðju, en
sex ungir grísir stóðu í stíu í
einu kofahorninu, og g'egnt þeim
tveir kálfar, bundnir á bás.
Ódaunninn inni var slíkur, að
líkkrufningastofan að St. Marys