Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 159
LÆKNIR LANDNEMANNA
167
býli einu, tuttugu raílur norður
af borginni, og hafði hann ekki
verið kvaddur til aðstoðar fyrr
en alllöngu eftir að konan tók
jóðsóttina og var því mjög úr
þreki hennar dregið. Murrough
svæfði konuna, en fékk síðan
eiginmanni hennar, náfölum og
titrandi, glasið með klóróform-
inu og sýndi honum hvernig hann
ætti að láta það drjúpa í svæf-
ingargrímuna, þegar hann feng'i
iiendingu um það. Murrough sár-
vorkenndi veslings manninum, en
lét hann engu að síður hafa það
óþvegið til að lileypa slcapi i
hann, svo að hann bilaði síður
þegar á reyndi. Sem betur fór
stóð bóndinn sig eins og hetja.
Aðgerðin tók fulla klukkustund,
og klukkan hálfeitt á jólanótt,
hlaut hann heilbrigðan og rétt
skapaðan fjórtán marka dreng í
jólagjöf.
En móðurinni varð ekki bjarg-
að. Hún lézt af áreynslu og blóð-
missi klukkan fjögur um nóttina.
Og hafi Murrough nokkru sinni
iðrað þess, að hann gerði sér
lækningar að lífsstarfi, þá varþað
þennan jólamorgun, þegar hann
söðlaði hest sinn og reið af stað
til næsta nágranna að fá hinum
únga, harmi slegna bónda ein-
hverja bráðabirgðaaðstoð. Og
þegar hann hafði lokið störfum
á jóladag, drakk hann sig fullan.
Áður en lyf við barnaveiki
komu til sögunnar, stóðu lækn-
arnir ráðþrota uppi gagnvart
henni. Barkaskurðurinn var hið
eina, sem í þeirra valdi stóð og að
honum loknum urðu þeir að fela
sjúklinginn guði á vald.
Vordag einn, þegar leysingin
var svo áköf, að sléttan virtist
ekki fær öðrum farartækjum en
skipum, kom sléttubóndi að dyr-
um lækningastofunnar, og sá
hvorki í hann né hest hans fyrir
aur og for. „Telpan okkar er
veik í hálsi,“ sagði hann. „Getið
þér ekki komið tafarlaust, lælcn-
ir?“
Murrough ldæddist olíufötum í
skyndi og söðlaði hest sinn.
Langa leið var að fara, fullar
fimmtíu og sex mílur, og hest-
arnir özluðu aurinn og vatnið í
miðjan legg. Þegar lækninn bar
að, var telpan að köfnun komin,
svo að hann átti ekki annars úr-
kosta, en opna barka hennar. En
þá sá Murrough að hann hafði
gleymt að taka með sér öndunar-
pípu, til að setja í skurðinn.
Hann sendi því bóndann til baka,
eftir að hafa sagt honum ná-
kvæmlega hvað . hann ætti að
sækja og hvar það væri að finna
í lækningastofunni. En það var
ekki nóg, Murrough varð að hafa
einhver ráð með að halda önd-
unarholunni opinni á meðan.
Hann sá hárnálar liggja á borði,
og kom um leið ráð í hug; beygði