Úrval - 01.12.1962, Side 160
108
ÚR VAL
tvær eins og öngla, sótthreins-
aði þær og krækti sinn hvorum
megin í skurðinn og' herti síð-
an seglgarnsspotta á milli þeirra,
aftur fyrir hálsinn. Þá var að
hreinsa freyðið úr opinu þangað
til öndunarpipan kom. Og Murr-
ough dó ekki ráðalaus. Hann brá
sér út í gæsastíuna, króaði einn
af fbúum hennar úti í horni og
reytti af honum nokkrar fjaðrir,
sem hann síðan notaði til að
hreinsa öndunarholuna. Þetta
tókzt allt ágætlega, og loks kom
bóndinn aftur úr sinni ferð með
öndunarpípuna.
„Telpunni batnaði og komst
til beztu heilsu,“ segir Murrough.
Hins vegar heyrði ég það e-ftir
föður Jiennar, að ég mætti vera
fjári ósvífinn, er ég krafðist
greiðslu fyrir lækninguna — og
hafði gleymt öndunarpípunni,
svo að hann varð að gera sér
aukaferð eftir henni sjálfur, og
það í þessari færð.“
„Húsbóndi á sínu heimili.“
Kona nokkur, sem átti heima
um tíu mílur úíi á sléttunni, kom
nokkrum sinnum á fund læknis-
ins, allilla útleikin. Murrough
vissi að eiginmaður hennar, slav-
neskur bóndi, tröllsterkur, ólæs
og drykkfelldur hrotti og ill-
ræmdur slagsmálahundur, átti
sök á meiðslum hennar, en það
var hún ófáanlcg til að játa,
heldur kvaðst hún. hafa dottið
eða rekið sig á, og bar ýmsu við,
og gat læknirinn því e-kki hafizt
handa gegn honurn.
„í fjórða skiptið, sem hún kom,
var hún nefbrotin, með glóðar-
auga á báðum og varirnar stokk-
bó'gnar og marðar — og enn
hafði hún rekið sig á. Ég varð
þessari kvalalostasjúku mann-
skepnu, sem hún var gift, svo
reiður, að ég ákvað að nói skyldi
sá hrotti fá að reka sig á, svo
hann myndi eftir. Ekki reyndist
konuvesalingurinn með neinu
móti fáanleg ti! að viðurkenna
neitt, hvernig sem ég reyndi, svo
útilokað var að ég gæti komið
lögum við. Ég ákvað þvi að grípa
ti! minna ráða, þótt nokkur vafi
gæti leikið a lögmæti þeirra.
Þegar ég hafði gert að meiðslum
konunnar, bar ég henni heitt og
sterkt te, sem ég sagði henni að
hressa sig á, bjó mig á brolt og
bað hana að doka við þangað
til ég kæmi aftur.“
„Sjálfur skrapp ég að liitta að
máli góðkunningja minn, Pete
McClaren, mesta kraftajötun í
borginni og tröll að vexti. Dá-
lítið var hann hikandi við að láta
þetta mál til sín taka, óttaðist
að það kynni að verða til þess
að hann kæmist í kast við lögin,
yrði jafnvel settur inn, og það
eins þó að ég' benti honurn á