Úrval - 01.12.1962, Síða 161
LÆKNIR LANDNEMANNA
169
að þarna væri það ég, sem á-
kvæði hvað væri lög í Dominion-
borg. Það var ekki fyrr en ég
laumaði því út úr mér, rétt eins
og það kæmi þessu máli ekkert
við, að- þessi hrotti gortaði af því
að hann gæti lamið niður hvern
einasta mann á svæðinu milli
Emerson og' Winnepeg. Þá var
írska skapið ekki lengi að segja
til sín. Pete söðlaði hest sinn í
skyndi, steig á bak og sló duglega
í. Vitanlega hafði ég ekki neina
sönnun fyrir þessu gorti slav-
neska bóndans, en ekki þótti mér
ólíklegt að hann hefði látið sér
eitthvað slíkt um munn fara.“
„Ég sat enn að tedrykkju með
sjúklingi minum, þegar hratt
hófatak nálgaðist úti fyrir. Andrá
síðar var hurðinni hrundið upp
og Pete McClaren gægðist inn í
gættina. „Þessi helvízlci gortari
gæti ekki lamið á flugu,“ sagði
liann glottandi og augu halns
ljómuðu af sigurgleði . .
„Ég féklc talið konuna á að vera
um nóttina. Skömmu eftir að hún
var gengin til náða, kom eigin-
maður hennar — og aldrei hef
ég séð mann, sem hafði rekið sig
jafn harkalega á. Mér var það
satt að segja sérstök ánægja að
gera að kjálkabroti hans og öðr-
um meiðslum, en tók þó greiðsl-
una fyrirfram. Og það má hann
eiga, að hann barði konuna sína
ekki eftir þetta.“
í samvinnu við ástaguðinn.
Þó að það sé skylda læknisins
að freista að ráða bót á hjarta-
sjúkdómum, ber honum engin
skylda til að gera að hjartasárum
manna, þeim er örvar ástaguðs-
ins valda. En þegar Murrough
þóttist viss um að hjartasjúk-
dómurinn stafaði af slíkum sár-
um og læknaðist ekki fyrr en
þau væru grædd, hikaði hann
ekki við að ganga til samvinnu
við ástaguðinn, bak við tjöldin.
„Það var gamla sagan. Unga
stúlkan og pilturinn, sem unnust
hugástum. Foreldrar hennar voru
auðugir og litu stórt á sig; for-
eldrar hans ekki nema bjargálna,
og sjálfur var pilturinn af-
greiðslumaður í verzlun, en vel
gefinn og glæsilegur og hvers
manns hugljúfi. En móðir stúlk-
unnar sér í lagi mátti ekki af
því vita, að dóttir „hennar“
giftist réttum og sléttum búðar-
manni og ættlitlum i þokkabót —
til hvers var það þá, að vera
ríkur?“
„Kvöld nokkurt, þegar ég kom
heim úr sjúkravitjun, biðu þær
mín, stúlkan og móðir hennar.
Móðirin hafði sjúkdómslýsingu
dótturinnar á reiðum höndum —
lystarlaus, svaf illa, megraðist
stöðugt og það væri ekki sjón að
sjá hana. Hún vlidi að ég skoð-
aði stúlkuna gaumgæfilega og