Úrval - 01.12.1962, Qupperneq 163
LÆKNIR LANDNEMANNA
171
þegar ég athugaði dóttur henn-
ar.“
„Ég lét sera ég kæmi ofan úr
fyrir því, ef ég hefði ekki komizt
fjöllum — kvað mér þykja mjög
nógu skilmerkilega að orði. Ég
hefði komizt að raun um að dótt-
ir hennar þjáðist af miklu tauga-
álagi, sem haft gæti alvarlegustu
afleiðingar. Hún brosti mein-
lega. Og þér voruð ekki lengi að
finna læknisráðið, sagði hún.
Hvað munduð þér þá ráðleggja
giftri konu, sem þjáist af ekki
minna taugaálagi . . . skilnað,
eða hvað? Að svo mæltu sigldi
hún út. Og það var ekki fyrr en
tveim árum seinna, að ég tók á
móti fyrsta dótturbarni hennar.“
Að undanskildum þeim tveim
árum, sem Murrough O’Brien var
herlæknir á Norður-Rússlandi í
fyrri heimsstyrjöldinni, hefur
hann starfað óslitið á kanadisku
sléttunum síðan 1897. Fjrrir tveim
árum þegar þetta er vitað.lá hann
um hríð í sjúkrahúsi vegna and-
arteppu, en um leið og hann út-
skrifaðist þaðan var hann setztur
undir stýri á bílnuni sínum og
tekinn til starfa. Gönúu sjúkling-
arnir hans leita hann uppi; koma
stundum langar leiðir að til að
ráðfæra sig við hann, og telp-
urnar, sem hann tók á móti forð-
um, og eru nú g'iftar konur, velja
iiann öðrum læknum fremur til
að taka á móti börnum sínum.
Og hann á ekki einungis „met“
hvað það snertir að hafa tekið á
móti fleiri börnum en nokkur
annar læknir i Kanada, heldur
og það met, að ekkert barn hefur
látizt í fæðingu, þar sem hann
var íil kvaddur. Af þvi tilefni —
og eins af því að hann var elzti,
starfandi læknir í Kanada —
sýndi stjórnin honum þann heið-
ur á áttatíu og sex ára afmæli
hans, að láta ey nokkra í einum
fegursta firði í Norður-Kanada,
og fjörðinn sjálfan, heita í liöfuð-
ið á honum, og þótti honurn mik-
ið til þess koma.
AÐE’INS þeir, sem brestur ekki þolinmæði til að gera einfalda
hluti fullkomlega, geta tileinkað sér færni til að vinna erfitt verk
auðveldlega. — Henry F. Henrich.