Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 166
174
ÚRVAL
an áhuga á bátum og sundi og
forðaðist telpur á sínum aldri
eins og heitan eldinn. „Hvers
vegna talarSu ekki um þetta við
hann?“ spurSi ég. Hún leit á mig,
fast og athugandi. „Hann færi
kannski að hlæja að mér, afi,“
sagði hún.
Ég afréS að búa hann undir
spurninguna, svo ekki kæmi til
þess. „Þú skait nú gera það samt,
Anna mín,“ sagði ég enn.
Hún varð þögul við. Þegar hún
hafði lokið morgunverðinum,
vafði hún örmunum um háls mér,
þrýsti sér að mér, af þeirri ein-
lægni, sem einungis er börnum
gefin. „Mér þykir svo vænt um
þig, afi!“ sagði hún. Svo hopp-
aði hún niður að sjónum, og
livert spor var þrungið hamingju.
„Ég elska þig!“ Þessi þrjú dá-
samlegu orð, sem eiskendum
liggja svo létt á tungu. „Mér
þykir svo vænt um þig“ — þessi
látlausu orð, sem í rauninni eru
sömu merkingar, enda þótt okkur
vefjist oft tunga um tönn, þegar
okkur langar mest til að mæla
þau. En við eigum ekki að láta
neitt koma í veg fyrir að við
látum þannig í ljós það þakklæti,
skilning og tryggð, sem í þeim
orðum felst.
Lyf gegn taugagigt í höfði.
1 SKÝRÉLUM frá Montefioresjúkrahúsinu í New Yorkborg seg-
ir, að framleitt háfi verið nýtt meðal, er þegar hafi gefið góða
raun við lækningu á taugagigt I höfði. Lyfið heitir mathysergide,
og hefur það að meira eða minna leyti læknað sjötíu sjúklinga af
hverjum hundrað, er þjáðst hafa af taugagigt í höfði.
★
MAÐUR mundi aldrei gera neitt, ef hann ætlaði að bíða þangað
til hann gæti gert það svo vel, að enginn gæti sett út á það.
— Newman kardináli.