Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 168
176
ÚR VAL
hanies). Útreikningar byggðir á
truflunum á brautargöngu Nep-
túnuss og Úranuss höfðu sýnt,
hvar hann kynni að birtast á
himninum. Stjörnufræðingar
höfðu leitað þar og fundið hann,
að þvi er virtist í samræmi við
þá newtonsku draumsjón, að
allt sólkerfið væri eins og sigur-
verk, sem hægt væri að kanna
út frá hreyfingum hinna innri
reikistjarna. Þekking okkar á
Plútó nú hefur komið mörgum
stjörnufræðingum til að lýsa yfir
því, að hann hafi fundizt, af til-
viljun. Hin vafasama staða Plú-
tós sem reikistjörnu hlýtur að
gera strik í þann reikning, að
fleiri reikistjörnur sé að finna í
æ meiri fjarlægð frá sólu. En
um leið og þetta lokar einu tima-
bili í stjörnufræði, opnar Plútó
nýtt timabil kannana við útjaðra
sólkerfisins. Þetta kennir okkur
að leita ekki að reikistjörnum
heldur að öðrum hnöttum, þeirra
á meðal hnöttum, sem farið hafa
út af réttri leið eins og Plútó
hefur gert. Geimurinn handan
við Neptúnus veldur vaxandi
áhuga fyrir því, hvað þar muni
vera að finna, sem leitt geti eitt-
hvað i ljós um upphaf og þróun
sólkerfisins, sem nú er ekki leng-
ur óbreytilegt.
Það hefur tekið rúmlega e-ina
öld að leiða til lykta þessa bylt-
ingu í stjörnufræði. Árið 1846
var hinn menntaði heimur eins
og snortinn rafmagni við tilkynn-
ingu frá Berlín um að ný reiki-
stjarna væri fundin sem gengi
í kringum sólina handan við
Satúrnus og Úranus. Franski
stjörnu-aflfræðingurinn Urbain
Jean Joseph Levurier hafði spáð
því, að hún væri til og dregið
það af athugunum sínum á smá
óreglu á brautargöngu Úranuss.
Útreikningar hans, sem sendir
voru til athugunar í Berlín, til-
tóku stað hinnar nýju reiki-
stjörnu um eina gráðu frá þeim
stað sem hún fannst í Vatns-
beranum (Aquarius). Samtimis
hafði John Couch Adams gert
hliðstæðar athuganir í Englandi
með sama árangri, en ekki var
það birt. Þetta varð til þess að
auka á gleðilætin vegna fundar
hinnar nýju reikistjörnu, hún
var skírð Neptúnus. Það sem nú
hafði gerzt jók vonir stjörnu-
fræðinga um framhaldsárangur
á þessari braut. Leverrier ávarp-
aði frönsku visindaakademíuna
og sagði: „Þessi sigur styður
vonir okkar um, að eftir 30 til 40
ára athuganir á hinni nýju reiki-
stjörnu, munum vér geta notað
hana til þess að finna með þá
reikistjörnu, sem næst kemur
utar í röðinni frá sólu. A þess-
ari braut ættum vér um síðir að
finna reikistjörnur, sem því
miður munu ekki sjást vegna