Úrval - 01.12.1962, Síða 169
HIN DULARFULLA REIKISTJARNA PLUTO
177
órafjarlægðar frá sólinni, en
brautir þeirra verða reiknaðar
út á komandi öldum og raktar af
mililli nákvæmni . . .“
Við lok 19. aldar höfðu stjörnu-
aflfræðingar safnað nægum
gögnum til nýrra átaka um hreyf-
ingar hinna yztu reikistjarna.
W. H. Pickering við stjörnustöð
Harvard háskóla vann úr sögu-
legum og samtíma heimildum
um brautargöngur Úranuss og
Neptúnuss. Árið 1919 spáði hann
því, að reikistjarna myndi finn-
ast handan við Neptúnus neðan
við Tvíburana (Gemiui). Myndir
sem teknar höfðu verið í stjörnu-
stöðinni á Wilsonfjalli, voru nú
skoðaðar, á þeim fannst þó ekki
hin væntanlega reikistjarna. Á
meðan þessu fór fram, var Perci-
val Lowell við Lowell athugunar-
stöðina byrjaður á samskonar
tilraunum. Þó reikistjarna hand-
an við Neptúnus myndi trufla
hann meira en Úranus, þá hafði
Neptúnus ekki verið athugaður
á heilli umferð um sólina. En
Úranus hafði verið athugaður á-
tveimur heilum brautargöngum.
Þess vegna byggði Lowell út-
reikninga sína á honum. Trufl-
anirnar á brautargöngu Úranuss
leiddu ekki til sterkra sannana á
ákveðnum stað ókunnrar reiki-
stjörnu. Lowell fann þó tvo
mögulega staði andspænis hvorn
vegna þess, að hann var enn
taldi annan staðinn líklegri og
var hann nálægt stað Picker-
ings.
Lowell gerði sér ljóst, að hin
hugsanlega reikistjarna myndi
vera mjög dauf og þess vegna
erfitt að finna hana innan um
allan stjörnusæg Dýrahringsins.
Hann hóf þvj kerfisbundna leit
á hinu tiltekna svæði himinsins.
En myndavélar fáanlegar meðan
hann lifði reyndust ekki nægi-
lega fullkomnar. Árið 1929 fékk
Lowellstöðin fyrst hin nauð-
synlegu tæki. Ungur aðstoðar-
maður, Clyde Tombaugh, hóf nú
nákvæma ljósmyndakönnun á
svæði þvi, sem Lowell hafði af-
markað.
Að ári liðnu fann hann hnött
15. birtuflokks, sem sýndi til-
skyldar hreyfingar handan við
Neptúnus. Á afmæli Lowells 13.
marz 1930 var heiminum tilkynnt
að fundin væri 9. reikistjarnan.
Plútó gengur í kringum sólina
í 3670 milljón mílna meðalfjar-
lægð, 40 sinnum fjær sólu en
jörðin. og 900 milljón mílum
utar að meðaltali en braut Nep-
túnuss.
Endurskoðun á ljósmynda-
plötum sem teknar höfðu verið
á Wilson fjalli 1919 sýndi, að
Plútó hafði þá komið fram á
þeim. Eftir þessu hafði eltki
verið tekið, að nokkru leyti
öðrum á himinhvolfinu. Hann