Úrval - 01.12.1962, Page 174
182
Júpíters mjög óregluleg. Brautir
þeirra hallast mjög og skerast,
fjögur þau yztu snúast mótsett
við hin. Af þessu má ráða að
þau hafi einhverntíma farið út
á eigin brautir kringum sólina.
Síðan hafa þau komist i tæri við
útvíkkuð gaskennd lofttegunda-
lög Júpíters. Þá flæktust þau
út á óreglulegar brautir, sem
líkjast litið hinum upphaflegu
brautum þeirra. Eitthvað af
tunglum upphafs-Júpíters geta
vel hafa týnzt algerlega og orð-
ið smá-reikistjörnur (asteroids)
á óvenjulega hallandi og ósam-
miðja brautum kringum sólina.
Hliðstæður þróunarferill Nep-
túnuss skýrir fullkomlega hina
merkilegu braut Plútós. Bæði nú-
verandi tungl Neptúnuss eru
endurheimt. Braut Tritons er
öfug og braut Neríðar (Neireid)
er mjög hjámiðja. Þegar hinn efn-
ismikli Triton kom til balta og
vatt sig gegnum hinn gaskennda
hjúp upphafs Neptúnuss þá hefur
hann bolað burt öllum upphafs-
tunglum, sem þar kunna að hafa
verið kyrr. Hallinn á braut Plú-
tós bendir til þess, að hann líka
hafi sloppið út af braut kringum
Neptúnus en ekki komið aftur.
Á annan hátt er erfitt að útskýra,
hvernig á því stendur, að spor-
baugur hans sker braut Neptún-
uss.
Sannfærandi gögn fyrir þess-
ÚRVAL
um upphafsferli Plútós fengust
árið 1956. Merle Waltser og Ro-
bert Hardie við Lowell athug-
unarstöðina inældu birtubreyt-
ingar á endurköstuðu Ijósi reiki-
stjörnunnar. Breytingarnar end-
urtóku sig reglulega, eins og
dimm merki færðust fyrir kringlu
reikistjörnunnar. Þessar reglu-
bundnu breytingar benda til þess,
að Plútó snúist einn snúning á
6,39 dögum. Það er miklu hæg-
ari snúningur en á sér stað um
nokkra hina efnismiklu ytri
reikistjarna. Þær fara snúning-
inn á 10 til 15 tímum. Kuiper
stingur upp á því, að Plútó hafi
upphaflega snúizt hringferð
kringum Neptúnus á 6,39 dögum
og á sama tíma einu sinni um
möndul sinn.
Er þá draumur Leverriers um
áframhaldandi könnun sólkerfis-
ins stig af stigi eftir aflfræðileg-
um leiðum að engu orðinn? Svar-
ið er játandi. Plútó er á mögu-
leikatakmörkum greinilegra at-
hugana á áhrifum aðdráttarafls-
ins. Um uppgötvun fjarlægra
hnatta í sólkerfinu vei'ðum við
héreftir fremur að treysta á
myndir á ljósmyndaplötum sem
finnast af tilviljun en aðdráttar-
aflið.
Eftir að Plútó fannst hélt Lo-
■wellathugunárstöðin áfram kerf-
isbundnum rannsóknum á breiðu
belti himinhvolfsins báðu megin