Úrval - 01.12.1962, Blaðsíða 176
r
184
eftir minna hjámiðja og venju-
le'gri brautum aðeins handan við
Neptúnus. En allar kunnar hala-
stjörnur eru allt of litlar til að
geta sézt í þeirri fjarlægð.
Flótti Plútós frá Neptúnusi
skapar möguleika fyrir því, að
við eigum eftir að finna stærri og
merkilegri hnetti en halastjörnur
úti í kögri sólkerfisins. Verið
getur að þrjú eða fjögur tungl
ÚR VAL
til viðbótar hafi sloppið frá
Neptúnusi út á enn þá óvenju-
legri brautir kringum sólina. Þó
einn eða fleiri slikir hnettir fynd-
ust af tilviljun, þá er það ekkert
ólíklegra en þegar Plútó fannst.
Þeir myndu verða aukið íhugun-
arefni um myndun sólkerfisins.
Höfundur Owen Singerich í
Scientific American, apríl 1959.
Grímur Þorkelsson.
Snúiff á veiffibjölluna.
Eins og flestir veiðimenn munu vita, er veiðibjallan einn
versti vargurinn við sumar ár. Hún étur einkum seiðin, en tek-
ur oft fullorðinn lax líka. Helgi Eyjólfsson segist vita dæmi þess,
að hún hafi ráðist á 16 punda lax og farið með sigur af hólmi.
Þegar hún á við stóra fiska, notar hún þá aðferð, að hún læsir
klónum í síður þeirra og stýrir þeim svo á land.
Maður, sem hefur litla á vestur við Búðardal, kveðst nota
fljótvirka og örugga aðferð til þess, að útrýma veiðibjöllu.
Hann vissi til þess, að í annarri smásprænu þar vestra hafði
veiðibjallan drepið allt líf, án þess að nokkuð yrði að gert
með þeim ráðum, sem algengust eru. Hann vildi ekki láta fara
eins hjá sér og brá á nýtt ráð.
Hann fékk sér hænsnanet, girti dálítinn ferhyrning með
tveggja metra háu neti og lét þar allmikið af slógi. Þessa
freistingu gátu veiðibjöllurnar ekki staðizt, þótt þær séu oftast
varar um sig. Þær þyrptust inn í girðinguna og gleymdu sér
við kræsingarnar. Þá var auðvelt að ráða niðurlögum þeirra
með skothríð. Þannig var mikill fjöldi drepinn, en þær, sem
eftir lifðu, forðuðu sér til friðsælli staða.
— Veiðimaðurinn.