Úrval - 01.12.1962, Page 186
KONAN: Það held ég, að Þú
hafir ekki gert eitt einasta góð-
verk á ævinni.
Maðurinn: Jú, góða, þegar ég
forðaði Þér frá að verða pipar-
mey.
JÓNATAN: Ég Þekki mann, sem
hefur verið kvæntur i 30 ár og
er þó hvert einasta kvöld heima
hjá sér.
Jónina (hrifin): Þetta kalla ég
nú sanna ást.
Jónatan: O, nei góða mín, Það
er hara gigtveiki.
„MAMMA, Tommi tekur stærsta
kökubitann. Það er ósanngjarnt,
hann sem var byrjaður að borða
kökur þremur árum áður en ég
fæddist“.
FRÚIN (við vinnukonuna):
Hvernig stendur á því, að á hverju
kvöldi sé ég herramann í eldhús-
inu hjá þér, Gunna.
Vinnukonan: Það get ég ekki
skilið, því að eini vegurinn til
þess er að horfa I gegnum skráar-
gatið, og það held ég að frúin hafi
ekki gert.
•—• Hvað kostar það? spurði
Skoti, sem kom til að tilkynna
fæðingu sonar.
— Ekkert, sagði maðurinn, sem
skráði barnsfæðingar.
— Þá verð ég víst að viðurkenna
að ég eignaðist tvíbura.
Drengurinn: -— Pabbi, hvað eru
5 prósent?
Faðirinn: — Alltof lítið, dreng-
ur minn, alltof litið.
ÞÚ heldur víst að ég geri eins
og allar hinar, að ég flytji heim
til mömmu, sagði eiginkonan eftir
hörkurifrildi við mann sinn. En
þar skjátlast þér, góði. Ég ætla að
biðja hana mömmu að flytja hing-
að.
ÁÐUR sagðir þú alltaf að ég væri
allur heimurinn fyrir þig.
Já, — en síðan hefur mér farið
fram í landafræði.
— VINUR MINN, sagði gömul
kona við lítinn snáða. Varst það
þú, sem stalst eplunum mínum
úr garðinum mínum í gær.
— Nei, ég þótti of lítill, en þeir
lofuðu mér að ég skyldi fá að vera
með á næsta ári.