Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 10
8
ÚRVAL
blaða og blóma eru lausar frumeind-
ir af köfunanrefni, fosfóri, kalíi og
brennisteini.
Köfnunarefni eða hyldi (af því
að það er nauðsynlegt í öllu holdi),
sem er óvirkt í andrúmsloftinu,
breytist í brennandi ammoníak
(lofttegund NHs) ef það verður
fyrir eldingu eða gerlar éta það.
Sé rafstraum hleypt í gegnum það,
glóir það með gulum bjarma eftir
að lokað hefur verið fyrir straum-
inn. Hyldi veitir sýrum ógnvæn-
lega orku og er notað í sterk
sprengiefni. Það er mikilvægasta
frumefnið í eggjahvítuefni (prot-
ein) trjánna.
Hyldissameind hagar sér eins og
hún væri lifandi. Hún vex og leggst
saman sjálf. Protein í sambandi við
DNA (erfðasameindin), sem er í
kjarna sérhverrar lifandi frumu,
stjórnar öllu lífi trésins, ræður teg-
und þess, hæð trjástofnsins, lögun
laufblaðanna, tegund blóma þess og
fræja. Hyldi tekur þátt í byggingu
efnakljúfanna (enzym), sem stjórna
alri lifandi starfsemi. Enzym fram-
leidd í blómhnöppum á yzta enda
trjágreinanna, ferðast niður í ræt-
urnar til þess að segja fyrir um
hvenær og hve mikill vöxturinn eigi
að vera.
Fosfór býr yfir svipaðri orku eins
og hyldið. Hinir fornu Grikkir
horfðu á það með ógn og lotningu,
hvernig fosfórinn glóði með dauf-
um, blágrænum bjarma, sem svo
braust út í loga. Phosphores þýðir
„ljósberi“. Hann kemur að gagni
á eldspýtum, en hann kemur að
meira gagni sem örvunarlyf (stim-
ulant) fyrir trjávöxtinn. Hann
myndar orkuþrungið efni (ATP),
sem mikið er af í ávöxtum á þroska-
skeiði, í fræjum, í hýði fruma, sem
eru að mynda nýjan við og börk
umhverfis trjástofninn, og á rótar-
endunum.
Kalíum myndar pottösku (kalí-
lút), sterkt etandi efni, sem eyðir
viði. En þót undarlegt sé, gerir pott-
aska, í örlitlum skömmtum, viðinn
mýkri og sveigjanlegri. Kalium er
í pektini ávaxtanna (límefni, veld-
ur því að safinn hleypur), örvar
blómhnappana og rótarendana, og
virðist vera einhverskonar lögreglu-
vörður, sem verndar líf trésins með
því að verja það gegn natríum-
eitrun.
í trjánum er brennisteinn (sulfur)
sem losnað hefur úr j arðskorpunni
við eldgos. Á fyrri öldum voru menn
furðu lostnir yfir því, að hann brann
algerlega upp til agna, án þess að
skilja eftir neina ösku. Upprunalega
hét hann „brimstone" (brenni-
steinn, eins og við köllum hann enn)
nú sulfur. Eldur og brennisteinn
voru tákn helvítis. Brennisteinninn
var andi, kjarni eldsins.
Örlítið af brennistein er kjarni
sulfalyfjanna. Púður er blanda af
brennisteini, viðarkolum og hyldi.
Bundið í sameind (molicule H2SO4)
á milli vetnis og ildis (vatnsefnis-
og súrefnis) myndar það brenni-
steinssýru. Brennisteinssýra er not-
uð við framleiðslu málmblanda,
brennisteinsolía og við frágang á
vefnaðarvörum og leðri. Hún fram-
leiðir rafmagn í rafhlöðum. Á lífs-
ferli trésins gengur brennisteinn í
samband við hyldi í flaum trjásaf-
ans og myndar aminosýrin og pro-