Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 11
UNDURSAMLEGT ER TRÉÐ
9
tein. Kjarna eldsins er að finna í
hverri einustu lifandi frumu trés-
ins.
Magnium er unnið úr. jarðvegin-
um. Blandað klóri en það notað
í eldsprengjúr, leifturljós og raf-
magnsviftur og örfar rafmagns-
myndun í zinkrafhlöðum. í lifandi
tré dregur það til sín fosfórfrum-
eindir í trjásafanum og flytur þær
með sér á þá staði, bar sem prot-
einframleiðslan fer fram. Magníið
afhendir aðeins fosfórinn, en tek-
ur ekki sjálft þátt í myndun prot-
einanna, hins vegar vinnur það,
það afrek að skapa blaðgrænuna
(chlorophyll). Svo öflugt er magní-
ið, að aðeins ein frumeind af því á
móti 136 frumeindum samtals af
kolefni, vetni, ildi og hyldi, breytir
þeim í blaðagrænu. Sé í stað þessar-
ar einu frumeindar af magníi í
sameind blaðgrænunnar sett ein
frumeind af járni, verður nýja sam-
eindin samskonar og í rauðu blóð-
kornunum (hæmoglobin).
Þegar blaðagrænan myndast verð-
ur járn að vera þar nærri. Það
verður að vera viðstatt, meðan
magníumfrumeindin er að draga
að sér og sameina þær frumeind-
ir, sem þarf í blaðagrænusameind-
ina. Með kjarnorku sinni stjórnar
járnið verkinu, en án þess að vera
sjálft með í blaðgrænunni. Tré eru
gerð af járni, en ekki úr járni.
Magnetite er járngrýti nefnt, en
það nafn er dregið af nafni gríska
fjárhirðisins Magnes, sem tók eftir
því að skórnir hans duttu í sund-
ur er hann gekk í hlíðum fjallsins
Ida. Segulmagnað járngrýti í fjall-
inu hafði dregið naglana úr skónum
hans. Þegar St.Augustine sá segul-
magnaðan járnhring lyfta öðrum.
hring, ritaði hann: ,,Ég var þrumu-
lostinn.“
Áður en elektrónur frumeindar-
innar voru þekktar, virtist járnið
þannig hafa furðulega krafta. Hitt
er jafn furðulegt í okkar augum, að
járnið geti, aðeins með nærveru
sinni, valdið því að ein frumeind af
magníi ásamt 136 frumeindum af
öðrum frumefnum geri blöðin á
trjánum græn með blaðgrænu.
Samspil þessara frumefna við
kjarnakrafta veldur því, að kolefni,
vetni og ildi byggja upp trjábol og
fylla hann lífi. En annað frumefni,
leyst upp í trjásafanum og flutt upp
trjástofninn ásamt hinum, leggur
til styrktarefnið. Það er kalsíum
(calcium) sem er aðalefni í beinum
og skeljum dýranna. Áður en til
voru tré, gekk kalsíið í samband
við kolefni í sjónum og myndaði
skeljar fyrir snigla og ostrur, krabba
og humra. Skeljar dáinna dýra
hlóðu upp kalklög jarðarinnar.
En kalsíið er ekki alltaf óvirkt.
í sambandi við ildi verður það að
(óbrenndu) kalki, sem hitnar og
sýður, sé það blandað vatni, og
verður þá að hvítu hlaupi, sem
harðnar við snertingu lofts. Sement
er að mestu leyti kalsíum, og hefur
sömu verkanir. Kalsíumfrumeind-
irnar veita trénu sinn mesta styrk-
leika. Miðstrengur blaðanna og allt
æðanet þeirra er styrkt með kalsíi.
Þegar skordýr stinga göt á hýði
ungra fruma, eða vindur rífur það,
koma kalsíum frumeindir og gera
við skemmdirnar í snatri með því
að steypa í götin og rifurnar.