Úrval - 01.04.1966, Page 16
1.4
ÚRVAL
síðar. Mjallhvít liggur í glerkistu
sinni. Fugl kvakar árangurslaust til
að vekja Mjallhvít, og einn dverg-
urinn kitlar hana blíðlega á nefinu
með fjöður án þess að hún vakni.
En þá kemur fríður konungssonur,
og hann hvíslar einhverju í eyra
Mjallhvítar. Þá sprettur hún upp
samstundis. „Hvað var það, sem þú
sagðir henni?“ spurði einhver kon-
ungssoninn, og hann svarar: „Ég
sagði henni að þeir væru að selja
hvítan tvinna í ríkisverzluninni."
Gamansögur Austur-Þjóðverja
fjalla venjulega um manninn, sem
reisti hinn illræmda Berlínarmúr,
foringjann Walter Ulbricht, sem er
langmest hataður allra kommúnista
leiðtoga.
Einn meðlimur kommúnista-
flokksins var dag nokkurn að taka
á móti heiðursmerki hjá Ulbricht,
og sá þá undarlegt símaáhald á
skrifborði hans. „Félagi Ulbricht,“
mælti hetjan, „en hvað þetta er
kyndugt áhald. Það er engin tal-
trekt á því, aðeins heyrnartæki.
Til hvers notarðu það?“
„Nú, ef þú vilt endilega vita það,“
svaraði Ulbricht, „þá er það beina
línan okkar til Moskvu.“
Einn bjartan og sólríkan dag gekk
Ulbricht út úr skrifstofu sinni með
uppspennta regnhlíf. „Ekki þarftu
að vera með regnhlíf núna í sól-
skininu," segir einn félagi hans.
„Jú, vissulega,11 svarar Ulbricht.
„Það er rigning í Moskvu."
í annað sinn, þegar Ulbricht er
að fara í orlof, segir hann við eina
undirtyllu sína, að hann verði að
sjá um að „allt sé í röð og reglu í
Þýzka lýðstjórnarríkinu á meðan
ég er fjarverandi.“ Þegar hann
kemur aftur eftir nokkrar vikur,
gefur einn fulltrúinn honum skýrslu
sína heldur en ekki hreykinn. í
orlofi þínu hef ég fengið því áork-
að, sem flokknum hefur hingað til
mistekizt að koma í kring. Ég opn-
aði múrinn í einn dag, og nú er ekki
lengur um nein húsnæðisvandræði
að ræða. Ég lét líka mynd þína á
altarið í öllum kirkjum ríkisins,
og nú eru loksins allar kirkjur
tómar.“
Borgari nokkur kemur í skrifstofu
miðstjórnar flokksins og spyr eftir
Ulbricht. „Þú getur ekki hitt hann,“
segir skrifstofumaðurinn. „Félagi