Úrval - 01.04.1966, Side 19

Úrval - 01.04.1966, Side 19
SIGURVEGARI FJALLANNA 17 Zermatt til þess að klifra upp á tind fjalls þessa. Flestir þeirra höfðu valið suðurleiðina, sem er tiltölu- lega auðveld. En nú ætlaði ítalinn Walter Bonatti, hinn mikli fjall- göngumaður og sigurvegari margra Alpatinda, að reyna það, sem æfð- ir fjallgöngumenn kölluðu hið „ó- mögulega“ —• direttissima, að klifra beinustu leið upp hina bröttu, ísi þöktu norðurhlíð fjallsins, en sú leið er svo snarbrött, að leiðsögu- menn tala um hana sem „leiðina er vatnsdropi myndi fara.“ Enginn hafði nokkru tíma reynt að klifra þessa 3.500 feta háu, snarbröttu hamra um hávetur. Tvo síðustu dagana höfðu íbúar Zermatts beint sjónaukum sínum og stjörnukíkjum að litlu mannver- unni, sem sniglaðist upp bratta hamrana. Hann var klæddur í gula stormúlpu, hnéháar rauðar legg- hlífar og rauða prjónahúfu, Hann líktist því framandi skordýri, er hann sniglaðist þarna upp eftir risavöxnum, snjóhvítum hamra- veggnum. Þorpsbúar biðu þögulir eftir merki því, sem Bonatti gaf þeim einu sinni á nóttu hverri: grænu Ijósmerki, sem boðaði, að hann ætlaði að halda áfram upp á við. Ef hann hefði aftur á móti í hyggju að snúa við, ætlaði hann að gefa þeim rautt merki. Og klukkan ná- kvæmlega átta mátti greina dauft, grænt ljós hátt uppi í hamraveggj- unum. Bonatti ætlaði ekki að gef- ast upp. Han náði í 12.144 feta hæð. Ljós- in í Zermatt glömpuðu örlítil óra- langt fyrir neðan hann. Hann lá þarna skjálfandi í „rúmi“ sínu, sem hékk þarna yfir hyldýpinu, fest með köðlum við tvo „pitona“ sem hann hafði rekið í hamravegg- inn. („Piton“ er stálfleinn með gati á endanum, sem hægt er að festa lykkju og kaðla í. Flein þennan reka fjallgöngumenn í sprungur og rifur, og er hann eitt þeirra helzta hjálpartæki. Ef fleinn losnaði eða kaðall slitnaði, myndi hann hrapa til bana niður á Piefmattenjökul- inn, sem var meira en hálfri mílu fyrir neðan hann. Bonatti bræddi svolítinn snjó með sprittækinu sínu, lagaði sér kaffi og borðaði nokkra kexmola og bita af þurrk- uðu geitakjöti. Kuldinn var alveg nístandi. Sól- gleraugu Bonatti höfðu sprungið í frostinu, og hálfblindaðist hann því, er ískaldar vindhviður börðu utan hamraveggina. Fingur hans voru bólgnir, sprungnir og blóðugir. Hann hafði klifrað mestalla leiðina vettlingalaus. Hann kaus heldur að geta þreifað með berum höndunum um hamraveggina í leit að stein- nibbum og sprungum, þar eð þann- ig var auðveldara fyrir hann að prófa það, hvort treysta mætti hin- um ýmsu nibbum og sprungum eða hvort líkindi væru til þess, að þær létu undan þunga hans. Oft varð hann að brjóta ísinn uppi yfir höfði sér með exi sinni til þess að finna eitthvert hald fyrir fingur sína eða fleininn. Hann yrði að gera slíkt hið sama í nótt og hann hafði gert undan- farna nótt, til þess að fætur hans mundi ekki kala. Hann yrði að þvinga sig til þess að vaka og halda
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.