Úrval - 01.04.1966, Síða 29
Skuld vor við fangana
Dómfellidr menn gerast sjálf-
boðaliðcir við rannsóknir á viss-
um alvarlegum sjúkdómum og
á nýjum lyfjum, sem munu
verða öllu mannkyninu til ó-
metanlegrar blessunar.
Eftir Webb Garrison.
aður, sem var talinn sann-
ur að sök um morð, og
beið dauða síns í fangels-
ínu í Oklahoma samþykkti að láta
gera tilraunir á sér með nýtt lyf.
Nokkru mánuðum eftir aftöku hans,
varð sú þekking, sem læknar öðl-
uðust við þær tilraunir, til þess að
bjarga lífi konu. Ef til vill stendur
einhver af skyldíoiki þínu í skuld
við menn eins og hann, því að fang-
ar hafa lagt stórkostlega mikinn
skerf til læknisfræðilegra rann-
sókna.
Louis Pasteur (dáinn 1895) stakk
einu sinni upp á því við keisarann
í Brasilíu, að föngum væri gefinn
kostur á að gangast undir bólu-
setningu, smitun og meðferð á gulu-
sótt (hitabeltissjúkdómur), en því
var hafnað. Árið 1915 var dr. Jos-
ep Goldberger, starfsmaður hjá
bandaríska heilbrigðiseftirlitinu, að
rannsaka pellagra (hörgulsjúkdóm-
ur, skortur á B12), sem lýsir sér
ekki alveg ólíkt holdsveiki. Pellagra
var landlæg í mörgum héruðum
Bandaríkjanna, með um 100.000 nýj-
um sjúklingum árlega. Goldberger
taldi hana stafa af efnaskorti í
fæðunni, og lagði til að sú kenning
yrði prófuð á sjálfboðaliðum meðal
fanga.
Bæði læknar og almenningur
töldu víst, að enginn fangi mundi
nokkru sinni gerast slíkur sjálfboða-
The Great American Forest
27