Úrval - 01.04.1966, Side 39
Hundarækt
Eftir
Paul Kearney.
Ræktun hunda hefur
verið háð kenjurn
mannsins frá því sögur
hófust, livort sem um
þarfahund eða kjölturakka
er að ræða.
-----------------------I
í þeim hluta Pembroke-
shire í Bretlandi, þar
sem gnægð var af ref-
um, otrum og greifingj-
um, þurfti þrjár tegund-
ir hunda til aðstoðar við veiðar
dýra þessara. Þetta þótti veiðimanni
einum mjög óþægiiegt fyrirkomu-
lag. Hann var mjög hagsýnn. Þess
vegna náði hann í nokkra af beztu
hundunum, sem til voru, hjó neð-
an af fótum þeirra og breikkaði
bilið á milli þeirra, flatti svolítið
út hauskúpuna á þeim og gaf svo
þessu skringilega, nýja hundakyni
nafn föðurleifðar sinnar, Sealyham.
Þessa sögu skyldi auðvitað ekki taka
of bókstaflega, því að auðvitað náði
hann þessum árangri með kynblönd-
un hundakyni, en ekki með exi og
sleggju. En þessi tilbúna saga bend-
ir þó á eina staðreynd, þ.e. þá, að
hin ýmsu hundakyn hafa fengizt
með kynblöndun og síðan hrein-
ræktun ýmissa afbrigða. Reynt hef-
ur verið að fá nýtt hundakyn, sem
hefur sérstaka eiginleika til að bera.
Þetta er sama eðlis og föt, sem
saumuð eru eftir máli. Hið nýja
hundakyn á að fullnægja einhverri
vissri þörf. Eiginleikarnir, sem það
á að hafa til að bera, eru fyrirfram
ákveðnir.
Áflogahundar. Við skulum taka
Airedalehundakynið, sem dæmi.
Þegar viðureign nauta og hunda var
bönnuð sem skemmtiatriði í Bret-
landi árið 1835, urðu áflog milli
hunda innbyrðis mjög vinsælt
skemmtiatriði. Voru hundarnir hafð-
ir í afgirtum hring og áhorfendur
Esquire
37