Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 48
46
ÚRVAL
góða nafn fjölskyldunnar. Og nú
var hann farinn að dreyma um að
uppgötva halastjörnu, halastjörnuna
sína. Ef honum tækist nú einhvern
tíma að hnýta hinu smánaða nafni
fjölskyldunnar við hala nýrrar hala-
stjörnu og skrifa nafn þetta yfir
þveran himininn? „Ikeya-halastjarn-
an“! Nafnið var þrungið stoltri reisn.
Þegar Kaoru yfirgaf skólann í
júnímánuði árið 1959, fór hann að
vinna í píanóverksmiðju. Þar eð
tekjumöguleikar standa í beinum
tengslum við menntun í Japan, var
hann flokkaður sem ólærður verka-
maður og fékk aðeins lágmarkslaun.
í frítímum sínum byrjaði Kaoru
nú að slípa glerin í aðalspegli
stjörnusjónaukans, sem hann ákvað
nú að hefja smíði á. Hann snuðr-
aði í fornverzlunum og skranverzl-
unum, og loks tókst honum að ná
í hluti þá og efni, sem hann þarfn-
aðist í þessu augnamiði. Og í ágúst-
mánuði árið 1961 var hann enn á
ný reiðubúinn að byrja að virða
fyrir sér stjörnuhimininn eftir
tveggja ára þrotlaust starf við smíði
stjörnusjónaukans.
Bezti tíminn til slíkrar stjörnu-
skoðunar í Japan er á milli kl. 3
og 5 að morgni. En himinninn er
auðvitað ekki alltaf hæfur til slíkr-
ar skoðunar. Þegar skýjað var,
bætti Kaoru sér upp þann svefn,
sem hann missti á heiðskírum,
stjörnubjörtum nóttum. Og hann
missti næstum alveg móðinn, eftir
að tveggja mánaða stjömuskoðun
hafði reynzt gagnlaus í þessu augna-
miði. Leitin að nýrri halastjörnu
virtist alveg vonlaus. Hann skrifaði
stjörnufræðingnum Minoru Honda,
sem uppgötvað hafði samtals 9 hala-
stjörnur, og bað hann beinlínis um
hvatningarorð.
Svar stjörnufræðingsins virtist á
yfirborðinu vera stuttaraleg't og af-
undið. En svo þegar Kaoru fór að
velta orðunum betur fyrir sér, fannst
honum hann skynja djúpa, dulda
merkingu í þeim. „Það er vonlaust
verk að virða fyrir sér himininn til
þess eins að leita að nýrri hala-
stjömu, vonlaust verk, sem krefst
geysilegs tíma og mikils erfiðis",
skrifaði Monoru Honda meðal ann-
ars í svarbréfi sínu. „En það kann
að færa þér heppnina upp í hend-
urnar í halastjörnuleit þinni, ef þú
virðir fyrir þér hinn bjarta himin
vegna hans sjáifs ánnokkurrar hugs-
unar um uppgötvanir“.
Og Kaoru tók aftur tii við stjörnu-
skoðunina. En í stað þess að leita
nú að halastjörnu, einbeitti hann at-
hygli sinni að gervöllum stjörnu-
himninum og reyndi að kynnast
honum jafnvel og götunum í Bent-
enjima.
Þann 31. desember árið 1962 lýsti
frú Ikeya því yfir, að nú væru liðn-
ir samtals 16 mánuðir, síðan Kaoru
hefði byrjað næturstarf sitt með
hjálp nýja stjönrusjónaukans. „Ka-
oru“, sagði hún þá, „í nótt nýturðu
þó fullrar hvíldar. Það er „Omis-
oka“, hinn mikli, síðasti dagur árs-
ins. Við höfum bæði unnið mikið
og vel. Viðhöfumborgað allar skuld-
ir okkar sem heiðarlegar manneskj-
ur og getum nú byrjað nýja árið
með góðri samvizku. Við skulum
vaka til miðnættis og hlusta á must-
erisklukkurnar, og svo skulum við
sofa fram eftir í fyrramálið".