Úrval - 01.04.1966, Side 51
HUGRAKKVR KLERKUR
49
kierkurinn. „í dag er 19. marz, há-
tíð sankti Jóseps. Hann er vernd-
arengill fagnaðarríks dauða“.
Og þá var það, sem ósköpin
dundu yfir. Klukkan var 7 mínútur
yfir 7 að morgni. Algerlega fyrir-
varalaust kvað við sprenging, sem
hristi skipið og þeytti diskum og
fötum af borðinu, og áður en háv-
aðinn af henni var liðinn hjá, kom
önnur sprenging svo stuttu síðar,
að hún var eins og bergmál af hinni
fyrri.
Gehres skipstjóri, uppi í brúnni,
sá einhreyfils — Judy —• (japönsk
sprengjuflugvél) koma eins og eld-
ingu út úr skýjabakkanum og steypa
sér með 360 mílna hraða á klukku-
stund. Flugvéiar okkar höfðu ver-
ið svo nálægt henni, að þær komu
auga á hana. Hún flaug yfir fram-
steínið á skipinu í 75 feta hæð, lét
500 punda sprengju falla nálægt
kinnungnum, sveigði umhverfis
flugþilfarið og lét aðra sprengju
falia aftan til á það. Sú fyrri reif
sig gegnum stálplötur þilfarsins og
lenti á neðra flugþilfarinu (hangar
deck). Þar sprekk hún og þyrlaði
málmbrotum um allt þilfarið og
gegnum bensíngeymana, og eldtunga
sleikti flugvélarnar.
Seinni sprengjan lenti á meðal
flugvélanna, sem voru í upphitun
aftan til á flugþilfarinu. Skrúfur
þeirra voru í gangi og flugmenn-
irnir í stjórnklefum sínum. Loft-
þrýstingurinn þeytti flugvélunum
hverri á aðra, svo að stál-skrúfu-
blöðin skullu á belgjum og bensín-
geymum vélanna og þykkur reykj-
armökkur huldi vélamar, mennina
og þilfarið. Franklín, sem enn lét
að stjórn, sigldi áfram. Uppi í brúnni
var reykjarsvælan svo þykk að það
mátti tyggja hana og spýta henni
út úr sér.
Undir efra flugþilfarinu höfðu log-
arnir framan til á neðra flugþil-
farinu náð sprengjunum og flug-
skeytunum, og þá var eins og him-
in og jörð væru að farast. Spreng-
ingin tók hið gríðarstóra skip á loft
og sveiflaði því hart til stjórnborðs.
400 feta há eldsúla gaus upp frá
þilfarsbrúnni. Hver sprengingin
fylgdi á eftir annarri. Efra flugþil-
farið sprakk upp á mörgum stöð-
um, og flugvélarnar aftan til stóðu
brátt í ljósum logum. Hver einasti
maður af 3000 manna áhöfninni
hafði rokið um koll. Áður en dag-
urinn var á enda voru 832 þeirra
dauðir og 270 særðir, lang mesta
og hörmulegasta manntjón, sem
komið hafði fyrir á bandarísku her-
skipi. Hin síðari hræðilega spreng-
ing hafði gert ógurlegan usla á skip-
inu. Hún gereyddi 58 flugvélum og
rauf bókstaflega allt samband við
umheiminn, að undanskildu hinu
mælta máli.
Faðir 0‘Callahan reyndi að kom-
ast aftur eftir út úr matsalnum.
Hann fálmaði sig áfram eftir göng-
um fullum af reyk. Hann kom þar
að, sem óðir menn voru að reyna
að troða sér upp um lúgugat, sem
lá upp á þilfarið. Þeir tróðust allir
í einu að gatinu, utan við sig af
hræðslu.
„Einn í einu, drengir“! sagði fað-
ir O'Callahan hvasst, og er þeir
heyrðu skipandi rödd hans, dró dá-
lítið úr æsingi þeirra og skynsem-
in náði yfirhöndinni hjá þeim.