Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 56
Fundin
opsök
keiluffialBa
eilulaga fjöll, kynnu að
geta gefið skýringu á
uppruna hinna afar-
stóru gígmynduðu
fjalla í Tennessee.
Menn greinir nú á um það
hvor hinn svonefndi Wells-vogur
sé fremur gígur eftir afarstóran
loftstein, eða fram komin vegna
sprengingar í jörðu niðri. Því stund-
um er erfitt að greina á milli, hvort
af þessu tvennu hefur verið að
verki, en veðrun um milljónir ára
hefur þurrkað af öll augljós merki.
Eftir árið 1962 hafa tveir jarð-
fræðingar frá Vanderbilt-háskólan-
fengizt við að athuga þessa berg-
myndun, sem er rúmlega 3 km í
þvermál, og er við syðri bakka
Chumberland River h.u.b. 80 km
norðvestur af Nashville, og hafa
þeir fengið til þess styrk frá stjórn
geimsiglingaráðs ríkisins. (Nation-
al Aeronautics & Space Adminstra-
tion).
NASA hefur sérstakan áhuga á
Wells Creek vegna þess að þetta
er eitt af náttúrufyrirbærum jarð-
arinnar, sem líkjast mjög því, sem
er fyrir að hitta á tunglinu, og gæti
því orðið mikilvægt til samanburðar
á sögu tungls og jarðar.
Keilirinn í Wells Creek er al-
mennt álitinn vera orðinn til með
því móti, að loftsteinn hafi slengzt
þarná niður með 33 km hraða á
sek. fyrir 50 til 250 milljónum ára.
Keilurnar, sem eru þarna í ná-
grenninu gera þessa skýringu senni-
lega enda þótt engin loftsteinabrot
hafi fundizt þarna. Þessi keilufell
hafa myndazt við mjög háan þrýst-
ing og eru oft til staðar þar sem
vitað er að loftsteinar hafa fallið.
Heimili barnafjölskyldunnar hefur eins mikið af fingraförum og
Scotland Yard.
Margur maðurinn þrælar eins og skepna til þess að halda hungur-
úlfinum frá dyrum sínum. Og svo dregur dóttir hans einhvern úlfinn
alla Ieið inn í stofu.
Maður sá, sem veit, hvernig framkvæma á hlutina, getur alltaf íengið
vinnu. Maður sá, sem veit, hvers vegna framkvæma skal hlutina, verður
húsbóndi.
54
Science Digest.