Úrval - 01.04.1966, Page 58
56
ugur vatnsflaumur flæða sigri hrós-
andi yfir stað þennan, sem ánni hef-
ur hingað til. aldrei tekizt að sigra.
En gangi allt vel næstu mánuð-
ina, munu musterin í Abu Simbel
alls ekki verða lengur á sínum
gamla stað, þegar áin ber sigur af
hólmi. Þá mun þeim hafa verið
bjargað fyrir tilstilli velvilja og á-
huga fjölmargra manna, mikillar
heppni, ráðsnilli og kjarks þeirra
manna, sem þora að hætta á eitt-
hvað.
Það hefur gengið á ýmsu fyrir
Abu Simbel-áætluninni síðan árið
1960, að henni var hleypt af stokk-
unum, og stundum hefur útlitið ekki
verið sem vænlegast. Það ár fór
Fræðslu-, Vísinda- og Menningar-
stofnun Sameinuðu Þjóðanna fram
á almenn fjárframlög manna í því
skyni að bjarga fornum minnis-
merkjum og musterum í Nílardaln-
um, fjársjóðum, sem annars hyrfu
í beljandi vatnssvelginn að eilífu,
er nýja Aswanstíflan myndaði þarna
smám saman risavaxið stöðuvatn.
Yfirleittfékkþessi beiðni góðar und-
irtektir. Flest. musterin hafa verið
tekin í sundur og sett saman á
hærri, öruggari stöðum. En sömu
sögu er ekki að segja um Abu Sim-
bel-musterin.
Það var Ramses II, einn af mestu
faróum og stórkostlegustu bygginga-
meisturum Egyptalands, sem átti
hugmyndina að musterunum í Abu
Simbel og hratt hugmynd þeirri í
framkvæmd. Meira en 1200 árum
fyrir Kristsburð skipaði hann húsa-
meisturum sínum að reisa tvö af
furðulegustu musterum jarðarinnar,
eitt. yfir Nefertari. drottningu hans
ÚRVAL
og síðan risavaxið musteri yfir hann
sjálfan. Áður en handiðnaðarmenn-
irnir gætu hafið byggingu musteris
hans, urðu þeir að byrja á því að
jafna og slétta risavaxna sandsteins-
hamra, þ.e. svæði, sem var um 130
fet á breidd og 100 fet á hæð. Síð-
an meitluðu þeir fjórar risavaxnar
styttur af Ramsesi þarna í hamra-
vegginn. Þær voru 67 fet á hæð og
sýndu hann sitjandi í hásæti sínu.
Síðan bjuggu þeir jarðgöng langt
inn í bergið eða yfir 200 feta vega-
lengd, og þar holuðu þeir úr berg-
inu fyrir musteri með mörgum her-
bergjum. Síðan var musteri það
fyllt af fleiri risavöxnum líkneskj-
um, og veggir þess voru einnig
skreyttir úthöggnum, yndisfögrum,
glitrandi myndtáknum og myndum,
sem sýndu ýmsa atburði. Musterið
til heiðurs konu Ramsesar var síð-
an höggvið út í aðra hamra, sem
voru í um 100 feta fjarlægð.
Stærð þessara mustera ein út af
fyrir sig virtist slá öll vopn úr hendi
þeirra, er. höfðu hug á að bjarga
þeim frá eyðileggingunni. Og vand-
kvæðin jukust um helming við það,
að mestallur sandsteinninn, sem
musterin eru gerð úr, er viðkvæm-
ur, holóttur og vill molna, þegar
við hann er átt.
„Það er ómögulegt að flytja þau
né saga í sundur veggi þeirra".
Þetta var hin fyrsta álitsgerð sér-
fræðinganna, sem kallaðir voru á
vettvang. „Eigi að bjarga þeim, verð-
ur að reyna að vernda þau á þeim
stað, sem þau standa á, án þess
að reyna að fltyja'þau“.
Þetta geysilega erfiða viðfangs-
efni varð tilefni heils haugs af á-