Úrval - 01.04.1966, Side 59

Úrval - 01.04.1966, Side 59
"T KAPPHLAUPIÐ MIKLA 57 ætlunum, sem lýstu mikilli hug- myndaauðgi. Sumar áætlanirnar virtust vera framkvæmanlegar, en svo ofboðslega dýrar í framkvæmd, að þær virtust ekki koma til mála, en sumar voru alveg fáránlegar. Englendingur einn stakk t.d. upp á því, að það ætti að lofa musterun- um að sökkva, en þau skyldu um- lukin sérstaklega hreinsuðu, krist- alstæru vatni, sem mundi herða steininn og gera það fært, að skemmtiferðamenn gætu skoðað þau úr yfirbyggðum göngum á botni ár- innar. Frakki nokkur stakk upp á því, að byggð yrði önnur risavaxin stífla til þess að vernda musterin frá vatninu, sem myndast mundi á þessum slóðum, er Aswanstíflan verður fullgerð. Viss alþjóðleg sam- tök stúdenta stungu upp á því, íið stefnu Nílar yrði breytt, svo að hún rynni í boga fram hjá muster- unum. Þetta átti að gera með því að sprengja henni nýjan farveg með hjálp kjarnorku. Að lokum ákváðu séríræðingarnir að flytja musterin. Aætlun sú, sem var opinberlega samþykkt af Sameinaða arabiska lýðveldinu og UNESCO árið 1961, gerði ráð fyrir því, að musterin yrðu söguð út úr í heilu lagi hvort um sig og færð í stálstyrkta „spenni- treyju“ úr steinsteypu þeim til verndar. Síðan átti að lyfta þeim 200 fet upp hamrana með því að beita hundruðum lyftingartækja samtímis. Gert var ráð fyrir, að kostnaðurinn næmi samtals 30 millj- ónum sterlingapunda, þar með tal- inn endurbygging musteranna og skipulag hins nýja umhverfis þeirra. Um víða veröld reyndu áhuga- menn að hvetja ríkisstjórnir og ein- staklinga til þess að leggja fram fé til þessa fyrirtækis. Verkfræð- ingar birtu aðvörun um mikla hættu. Þeir sögðu, að framkvæmd áætlunarinnar yrði dauðadæmd, nema verkið gæti hafizt í maímán- uði árið 1962 í síðasta lagi. Svo kom að þessum tímamörkum og síðan fram yfir þau. Vatnsborð Nílar á þessum slóðum hélt áfram að hækka, og brátt mundi vatnið flæða yfir musterin og sökkva þeim fyrir fullt og allt. Musteri þessi höfðu verið næstum óþekkt fimm árum áður, en nú öðlaðist staðurinn Abu Simbel frægð, sem var þó umvafin dapur- leikakennd. Fræðimenn þustu til Abu Simbel til þess að taka mynd-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.