Úrval - 01.04.1966, Síða 66
64
ÚRVAL
Orö og orðasambönd
Hér fara á eftir 20 orð og orðasambönd með réttri og rangri merkingu. Prófaðu
kunnáttu Þína í islenzkri tungu og auk þú við orðaforða þinn með því að finna
rétta merkingu. Gæt þess, að stundum getur verið um fleiri en eina merkingu
að ræða. Til gamans getur lesandi gefið sjálfum sér einkunn og metið þannig
getu sína, þ.e. 0.5 fyrir hvert rétt svar og tilsvarandi lægri einkunn fyrir svar-
ið, ef um er að ræða fleiri en eina rétta merkingu og hann hefur aðeins tekið
fram aðra eða eina þeirra.
1. hnókinn: boginn, kvikur, hreykinn, seigur, duglegur, íbygginn, striðinn,
kraftmikill, viðbragðsillur, yfirgangssamur.
2. að flangra að e-m: smjaðra fyrir e-m, rekast á e-n, detta e-ð I hug, slást
upp á e-n, gefa sið að e-m, ganga að e-m, rægja e-n, finna að við e-n.
3. trautt: rétt, tryggt, tæplega, algerlega, óvisst, hiklaust, illskiljanlegt, ör-
uggt, áreiðanlegt, haldgott.
4. gumpur: grikkur, afturendi, vömb, kúla, hvellur, dynkur, hávaði, vindur,
ónotaseggur, gróft ullarband, flýtisverk, ólund, þótti.
5. slaukur: stór tunna, lítill askur,'rok, sóði, ruddi, mathákur, ribbaldi, spott,
mýri, hrúga, áhald.
6. sledda: sleggja, fyrirferðarmikil kona, sax, bylur, klessa, tunna, skass, subba.
7. að þústa: bæla, hrúga upp, skamma, kúga, þrátta, rausa, þjóta, berja,
setja ofan í við einhvern.
8. rymur: stórvxinn maður, sláni, rustafenginn maður, hávaði, óvættur, of-
beldisseggur, þruskhljóð, hvísl, muldur.
9. það krjálar ekki á honum: það stendur ekki á honum, hann bærir ekki á
sér, hann lætur þetta ekki á sig fá, hann lætur sér fátt um finnast, það
sést ekkert á honum.
10. það slumar í honum: hann brýnir raustina, það dregur niður í honum,
það lækkar i honum rostinn, það heyrist garnagaul í honum, hann hrýtur,
hann ræskir sig, það sýður niðri í honum, hann er sætkenndur, hann verður
saddur.
11. að skegla sig: derra sig, glenna sig, aka sér, berja sér, gretta sig, raka sig,
að snurfusa sig, slangra.
12. afstyrmi: aumingi, ofsarok, viðbjóður, niðji, leifar, útúrsnúningur, inn-
byrðis afstaða og samband hluta á milli, viðhorf, furðuverk, dáð.
13. að murta við e-ð: basla við e-ð, hætta við e-ð, vanda sig mjög við e-ð,
styðjast við e-ð, fjargviðrast út af e-u.
14. muska: víð yfirhöfn, kjólgopi, vítt pils, mistur, rýja, snarl, tugga, vín,
krydd, tuldur.
15. fulltingi: dómsúrskurður, sjálfstæði, full fjárráð, liðveizla, ákvörðun, leyfi,
framkvæmd, bindandi samningur, hjálparbeiðni.
16. að nafra: glefsa í, bora, tálga, fága, slípa, slá, tengja saman, slétta, laga til.
17. rúbaggasauður: forystusauður, feitur sauður, nýrúinn sauður, sauður í
tveimur reyfum, lélegur sauður, strokgjarn sauður, silakeppur, vitgrannur
maður, ýstrubelgur.
18. dýldinn: fúll, stríðinn, montinn, gamansamur, Ibygginn, strýtumyndaður,
smávaxinn, sóðalegur, gráðugur, illgjarn, kjöftugur.
19. strúpi: stjúpfaðir, dramb, keila, háls, vökvi i unguðu eggi, stabbi, kraftur,
auðmýkt, leki.
20. kleggi: tunna, heystabbi, rusl, hestafluga, padda, dreitill, askur, köggull,
arða, fis, ströngull, hrúga, moð, ormur, færilús, klessa.
Lausn á bls. 116.