Úrval - 01.04.1966, Page 68

Úrval - 01.04.1966, Page 68
66 URVAL Þetta er fyrri hluti mjög magnþrunginnar frásagnar af hinu ofsa- lega hámarki hildarleiksins — falli Berlínar — þegar hið „Þriðja Ríki“ Hitlers hrundi í rúst. Því er þannig farið með þessa bók sem aðra bók Corneliusar Ryans, „Lengsti dagurinn“, sem náði geysilegum vin- sœldum, að hún byggist á skýrslum, frásögnum og lifandi endurminn- ingum karla og kvenna, svo hundruðum skipta, er þátt tóku í hildar- leiknum: sovézkra marskálka, þýzkra hershöfðingja og hinna kvíðnu kvenna Berlínarborgar, einnig manna, sem voru nánustu samstarfs- menn Winstons C.hurchills, og fjölda hermanna Bandamanna, sem þátt tóku í sjálfum bardögunum. Hér birtast í fyrsta skipti staðreyndir, sem hafa ekki verið opinber- aðar fyrr, jafnvel ekki mörgum þáttakendum þessara atburða, sem hér er lýst, staðreyndir, sem móta að nýju sögu þessa tímabils. Corne- lius Ryan er fyrsti vestrœni höfundurinn, sem fengið hefur aðgang að sovézkum skýrslum og gögnum um gang heimsstyrjaldarinnar síð- ari. Hann eyddi rúmum þrem árum í undirbúningsrannsóknir og ritun bókarinnar „Síðasti bardaginn“. Þetta er fyrri hluti vœntanlegrar bókar, sem vekja mun geysilega athygli og umrœður og teljast sígilt verk í bókmenntum þeim, er fjalla um síðari heimsstyrjöldina. SÍÐASTA ORRUSTAN 67 að sást grilla í fyrstu dagskímuna í austri, þegar sprengjuflugvél- arnar tóku að stefna aft- ur í burt frá borginni. Risavaxnar, svartar reyksúlur teygðu sig upp yfir hverfin Pankow, Weissensee og Lichtenberg. Það var fremur lágskýjað og erfitt að greina daufa, mjúka dagskímuna frá end- urskininu af eldunum, sem loguðu glatt í hinni sundurskotnu og sprengdu Berlínarborg. Þegar reykurinn liðaðist hægt yf- ir rústirnar þann 21. marz árið 1945, bjó borg þessi, sem orðið hafði að þola verstu loftárásirnar í Þýzka- landi, óneitanlega yfir einhvers kon- ar reisn, naktri og ógnvænlegri. Hún var sem andlit, alsett örum. Þar gat að líta hvem sprengjugíginn við annan. Og alls staðar gnæfðu skrældar og undnar járngrindur ótal eyðilagðra bygginga, sem voru hrundnar eða brunnar. Raðir fjöl- býlishúsa höfðu algerlega þurrkazt út, heilu hverfin höfðu afmáðst með öllu. Alls staðar göptu rústir og hálfhrunin hús, sundurtætt og brunnin, eða veggir þeirra stóðu ein- ir uppi. Enn voru nokkrir bankar, bóka- söfn og fínar verzlanir uppi stand- andi við breiðstrætið Unter den Linden (Undir linditrjánum). En við vesturenda þessarar breiðgötu stóð frægasta mannvirki borgarinnar, hið átta hæða hús Brandenborgarhlið, enn á sínum risavöxnu, dórisku súl-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.