Úrval - 01.04.1966, Page 70

Úrval - 01.04.1966, Page 70
68 ÚRVAL um, þvert yfir þessa sigurgöngu- götu. í hinu nálæga Wilhelmstrasse, þar sem stjórnarbyggingar og fyrrver- andi hallir voru til beggja handa, glitruðu gangstéttirnar og akbraut- in af glerbrotum þúsunda glugga. Nr. 73, litla höllin, sem hafði ver- ið opinbert aðsetur þýzkra forseta á dögum Þriðja Ríkisins, var nú að- eins svipur hjá sjón. Það hafði eyðzt í æðandi eldhafi, og þar stóðu að- eins veggjabrot uppi. Einni götu- lengd neðar í götunni stóð nr. 77 enn uppi, en það var þó allt sund- urskotið og alsett skrámum. Hrúg- ur af múrsteinum og alls kyns rusli lágu allt í kringum þetta þriggja hæða hús, sem var eins og L í lag- inu. Út úr gulbrúnum, óhreinum og skrámuðum framveggnum teygðu sig veglegu svalirnar, sem verið höfðu vitni að svo mörgum æðis- legum ræðurn, sem þrungnar höfðu verið ögrunum og ógnunum í garð gervalls heimsins. Ríkiskanslarahöll Adolfs Hitlers var enn uppi stand- andi. Loftvarnaflautur tóku nú að væla um gervalla borgina til merkis um, að hættan væri liðin hjá í bili. 314. loftárás bandamanna á Berlín var nú lokið. Fyrstu stríðsárin höfðu árásirnar verið strjálar, en nú náðu þær næstum saman í einni sam- hangandi, óendanlegri keðju. Banda- ríkjamenn gerðu loftárásir að deg- inum og konunglega, brezka fluglið- ið (RAF) að nóttu til. Sprengjurn- ar höfðu eytt tíu fermílum íbúðar- og iðnaðarhverfa eða tíu sinnum stærra svæði en þýzka flugliðinu (Luftwaffe) hafði tekizt að eyða í Lundúnum í sínum loftárásum þar. Ofboðslegir haugar múrsteina og alls kyns rusls lágu hvarvetna um allar götur. Næstum helmingur af hinum 1.562.000 íbúðum Berlínar hafði gereyðilagzt eða skemmzt. A.m.k. 52.000 menn höfðu týnt lífi í loftárásunum og tvöfallt fleiri særzt alvarlega, eða fimm sinnum fleiri en í loftárásunum á Lundúni. Og lokaógnirnar áttu enn eftir að dynja yfir. En í þessari auðn eyðileggingar- innar hélt lífið samt áfram sinn gang, sem kalla mætti vitfirrings- lega vanagang miðað við allar að- stæður. 12.000 lögreglumenn voru enn á verði. Bréfberar báru út póst, dagblöð komu út daglega, símaþjón- ustunni var haldið áfram og sorp hreinsað. Sum kvikmyndahúsin og leikhúsin voru enn opin. Útsölur voru í stórverzlununum. Mikið var að gera í fatahreinsunum og á snyrtistofum. En furðulegast af öllu var þó kannske það, að meira en 65% af verksmiðjum Berlínar héldu enn áfram störfum að meira eða minna leyti. Það tók Berlínarbúa oft nokkrar klukkustundir að kom- ast í vinnu og úr, og því höfðu þeir tekið þann sið að fara snemma á fætur. Allir vildu komast nógu snemma til vinnu, af því að banda- rísku flugmennirnir tóku daginn líka snemma og voru oft komnir til vinnu sinnar yfir borginni klukk- an 9 að morgni. Þennan bjarta morgun streymdu Berlínarbúar fram úr vistarverum sínum í hinum 20 hverfum borgar- innar líkt og eins konar hellisbúar. Þeir komu neðan úr neðanjarðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.