Úrval - 01.04.1966, Side 72

Úrval - 01.04.1966, Side 72
70 ÚRVAL staðar, engir hermenn á verði á þýð- ingarmestu stöðunum. Er hann ók í gegnum Friedenauhverfið, leit hann á hverjum morgni út undan sér til heimilis velþekkts nazista, háttsetts embættismanns í póstþjón- ustu Berlínarborgar. f gegnum dag- stofuglugga gat hann enn komið auga á stóru andlitsmyndina í risa- vaxna rammanum. Málverkið af Adolf Hitler var þarna enn á sínum stað. Það mátti greina hina hroka- fullu andlitsdrætti, dregna skærum litum. Poganowska ályktaði svo með sjálfum sér, að það hefði þegar ver- ið búið að afmá þetta foringjaaltari, ef ástandið væri í raun og veru hættulegt. Hann hottaði blíðlega á hestana og hélt áfram ferð sinni. Þrátt fyrir allt sá hann enga ástæðu til þess að fyllast neinni sérstakri hræðslu. Spandau, vestasta hverfi Berlínar, hafði sloppið við hinar ofsalegu loft- árásir. í friðsæla, sveitalega hverf- inu Staaken, sem taldist til Span- dau og var alveg yzt í útjaðri borg- arinnar, bjuggu innilega þakklát hjón, Robert og Ingeborg Kolb að nafni. Einu sprengjurnar, sem höfðu fallið þar í nágrenninu, höfðu fall- ið nálægt flugvellinum án þess þó að hitta hann. Skemmdirnar höfðu orðið mjög litlar. Og heimili þeirra var enn algerlega óskemmt. Lífið hélt áfram sinn vanagang, að mestu leyti óbreytt, að því undanskildu, að Robert, sem var tæknilegur fram- kvæmdastjóri í prentsmiðju, fann sífellt meira til þess, hversu dagleg ferð til vinnunnar inni í miðbiki borgarinnar varð honum sífellt erf- iðari, enda var hann orðinn 54 ára gamall. Hann lenti því í lífshættu daglega vegna hinna stöðugu dag- árása Bandaríkjamanna. Kvöld þetta höfðu þau hjónin ætl- að sér að venju að hlusta á fréttir þær, sem brezka útvarpið (BBC) útvarpaði á þýzku og bannað var algerlega að hlusta á í Þýzkalandi. Þau höfðu því getað fylgzt stöðugt með fréttum BBC af framsókn Bandamanna. En það var samt eins og hið íriðsæla, sveitalega umhverfi þarna á borgarmörkunum hefði þau áhrif, að þeim fannst það óhugs- andi, að nokkur ógnun vofði yfir borginni á næstu grösum. Þeim fannst stríðið á vissan hátt fjar- lægt og óraunverulegt. Robert Kolb var sannfærður um, að „þetta færi allt fram hjá þeim“, og Ingeborg var sannfærð um, að Robert hefði alltaf rétt fyrir sér. Þegar öllu var á botninn hvolft, þá var hann fyrr- verandi hermaður úr fyrri heims- styrjöldinni. í aðaistöðvum sínum í þriggja hæða húsi í úthverfi Landsberg, 25 míl- um fyrir austan Oder, sat Georgi Zhukov, marskálkur Sovétríkjanna, við skrifborð sitt. A vegg einum hékk risavaxið kort af Berlín, sem sýndi í smáatriðum fyrirhugaða sókn Zhukovs til borgarinnar og inn í hana, hertöku hennar. Á skrif- borði hans voru þrjú símatæki. Eitt var til almennrar notkunar. Annað tengdi hann við marskálkana Rok- ossovskii og Koniev, yfirmenn risa- vaxinna herja í nyrðri og syðri fylkingararmi sóknarherja hans.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.