Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 77

Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 77
SÍÐASTA ORRUSTAN 75 reynt að deyða börn sín. Það virt- ist augljóst mál, að heil holskefla sjálfsmorða mundi skella yfir Ber- lín, ef Kússar næðu borginni á sitt vald. Heinz Rúhmann gamanleikari, sem var einn vinsælasti kvikmyndaleik- ari Þýzkalands, óttaðist svo um vel- ferð sinnar fögru konu, leikkonunn- ar Herthu Feiler, og hins unga son- ar þeirra, að hann hafði falið dós af rottueitri í blómsturpotti, sem hægt yrði að grípa til, ef þörf krefði. Aðrir höfðu útvegað sér skammbyssur eða birgt sig upp af rakblöðum. Þó lifði enn nokkur von, síðasti vonarneistinn. Langsamlega flestir Berlínarbúar óttuðust Rauða her- inn svo ofboðslega, einkum konurn- ar, að þeir þráðu það nú innilega, að brezkar og amerískar hersveitir hertækju Berlín. Brotið gler. Það var næstum komið hádegi. f borginni Bromberg að baki rússn- esku víglínunnar starði Sergei Gol- bov höfuðsmaður rauðeygður og sljór í kringum sig í dagstofunni í íbúð þeirri á þriðju hæð, sem hann og tveir aðrir fréttaritarar Rauða hersins höfðu nýlega flutzt inn í. Golbov og vinir hans voru drukkn- ir og ósköp sælir. Á degi hverjum óku þeir frá aðalbækistöðvunum í Bromberg til vígstöðvanna í 90 mílna fjarlægð til þess að ná í nýjustu fréttirnar. En það mundi ekki verða um mikið að vera, fyrr en sóknin til sjálfrar Berlínar hæfist. Á með- an naut þessi myndarlegi, hálfþrí- tugi höfuðsmaður lífsins. Hann virti fyrir sér ríkmannlega stofuna með flöskuna í hendinni. Hann hafði aldrei séð slíkan íburð fyrr. Stór málverk í skrautlegum, gylltum römmum skreyttu veggina og húsgögnn voru klædd íburðar- miklu brokadeefni. Það stóð hurð í hálfa gátt í öðr- um enda þessarar stóru dagstofu. Golbov ýtti við henni og sá, að þar inni af var baðherbergi. Lík af em- bættismanni nazista hékk í snæri, sem brugðið hafði verið um snaga þar inni. Líkið var klætt einkennis- búningi. Golbov kallaði til vina sinna, en þeir voru svo önnum kafn- ir við að skemmta sér í borðstof- unni, að þeir sinntu því engu. Þeir voru að kasta þýzkum og feneyskum kristalsmunum í ljósakrónuna. Golbov gekk aftur inn í dagstof- una og ætlaði að setjast á langa legubekkinn, sem hann hafði kom- ið auga á þar inni. En þá tók hann skyndilega eftir því, að legubekk- urinn var ekki tómur. Á honum lá látin kona. Hún var mjög ung og hún hafði undirbúið dauða sinn vandlega. Hár hennar var fléttað, og flétturnar lágu fram yfir axlirnar. Hún hafði krosslagt handleggina á brjóstinu. Golbov setti flöskustútinn að vörum sér og settist í hægindastól. Hann leit aft- ur á konuna. Þetta var stúlka, lík- lega aðeins rúmlega tvítug að aldri, og af bláa litblænum á vörum henn- ar dró Golbov þá ályktun, að hún hefði líklega tekið inn eitur. Á bak við legubekkinn stóð borð, og á því stóðu myndir í silfurrömm- um. Það voru brosandi börn, sem
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.