Úrval - 01.04.1966, Side 81
SÍÐASTA ORRUSTAN
Eleanore Kriiger unnusta hans var
að læra ensku.
Fangar: í fangelsi og utan þess.
Helmuth Cords höfuðsmaður, 25
ára að aldri, sem barizt hafði á
rússnesku vígstöðvunum og verið
sæmdur járnkrossinum fyrir hreysti,
var líka fangi í Berlín. Líklega
mundi honum ekki auðnast að lifa
endalok stríðsins.
Cords var einn þeirra sjö þús-
unda Þjóðverja, sem handteknir
höfðu verið í sambandi við tilraun-
ina til þess að ráða Hitler af dög-
um 8 mánuðum áður, þ.e. þann 20.
júlí árið 1944. Næstum fimm þús-
undir manna, sem sagt var, að tengd-
ir hefðu verið tilraun þessari, höfðu
verið teknir af lífi formálalaust í
æðislegu blóðbaði, jafnt saklausir
sem sekir. Þar á meðal má einnig
teija þá, sem höfðu aðeins staðið í
mjög lauslegum og óljósum tengsl-
um við þá, sem lagt höfðu á ráðin
um tilræðið. „Það verður að hengja
þá alla upp eins og nautgripi“, hafði
Hitler skipað. Og forsprakkarnir
voru einmitt hengdir á þann hátt,
þ.e.a.s. í kjötkrókum. Og þeir voru
hengdir í píanóvír í stað reipis.
í B-álmunni í hinu stjörnulagaða
fangelsi í Lehrterstræti dvaldi nú
síðasti hópur hinna meintu sam-
særismanna og — beið. Farið var
út með einhvei'ja fanga á hverjum
degi, og þeir hinir sömu sáust ekki
framar. Allt var komið undir duttl-
ungum eins manns, Gestapoforingj-
ans og stormsveitarforingjans Hein-
richs Mullers.
Cords var einn hinna saklausu í
þessum hópi. Hann hafði verið lágt-
79
settur liðsforingi í þjónustu yfir-
manns varaliðsins, Claus Graf von
Strauffenbergs ofursta. Það var að-
eins eitt að þessari stöðu Cords:
hinn virðulegi, 36 ára gamli von
Strauffenberg, sem var einhentur
og bar svarta bót yfir vinstra aug-
anu, var einn aðalmaðurinn í sam-
særinu, sem kennt er við 20. júlí,
sjálfur maðurinn, sem hafði boð-
izt til þess að veita Hitler banatil-
ræði. Því hafði Cords einnig verið
handtekinn og honum haldið í fang-
elsi síðan án nokkurra undanfar-
andi réttarhalda. En ekki var Iátið
við svo búið sitja, heldur sat unn-
usta hans, Jutta Sorge, einnig í
fangelsi og jafnvel einnig foreldrar
hennar.
Annar fangahópur dró einnig fram
lífið í Berlín. Það var hópur vinnu-
þrælanna, karla og kvenna frá næst-
um öllum þeim löndum, sem naz-
istar höfðu ætt yfir. Þar voru Pól-
verjar, Tékkar, Norðmenn, Danir,
Hollendingar, Belgíumenn, Lúxem-
borgarbúar, Frakkar, Júgóslavar og
Rússar. Nazistar höfðu flutt sjö
milljónir manna með valdi frá lönd-
um þessum til starfa á heimilum
og verksmiðjum Þýzkalands. Og
meira en 100.000 þessara vinnu-
þræla, aðallega Frakkar og Rúss-
ar, unnu einmitt í Berlín.
Útlendingar þessir bjuggu í sér-
stökum „bæjum“, þ.e. þyrpingum
skála og annarra slíkra húsa nálægt
verksmiðjunum eða jafnvel alveg
rétt við hlið þeirra. Þeir borðuðu
í sérstökum matarskálum og báru
á sér merki, er einkenndu þá sem
vinnuþræla. Mörgum þeirra var
frjálst að fara ferða sinna um Berlín