Úrval - 01.04.1966, Page 89

Úrval - 01.04.1966, Page 89
SÍÐASTA ORRUSTAN ir endurheimtu svo aftur upphaf- legu vígstöðuna“. Galdurinn var í því fólginn að vita, hvar Rússar mundu gera árás hverju sinni. Og Heinrici virtist hafa þrautþjálfað eitthvert furðu- legt sjötta skilningarvit, sem leið- beindi honum í því efni. „Alveg eins og Schultz hermaður“. Heinrici hafði aldrei verið í neinu uppáhaldi hjá Hitler eða helztu sam- starfsmönnum hans. Heinrici var sonur mótmælendaprests. Hann las ritningargrein í biblíunni á hverjum degi og krafðist þess af hermönnum sínum, að þeir þrömmuðu til messu, hvenær sem unnt reyndist. Eitt sinn þegar hann var í leyfi, kom hátt- settur embættismaður Nazistaflokks- ins í heimsókn til hans og tilkynnti honum, „að Foringinn áliti kristi- lega starfsemi hans ekki vera sam- rýmanlega markmiðum nazional- sósíalismanns". Heinrici, sem aldrei gerðist meðlimur Nazistaflokksins, hlustaði steinþegjandi á hann án þess að sýna nokkur svipbrigði. Og næsta sunnudag eftir viðtal þetta sótti hann kirkju að venju ásamt konu sinni, syni og dóttur. Og eftir þennan atburð gekk honum mjög treglega að verða hækkaður í tign þrátt fyrir herstjórnarsnilli hans, sem var algerlega óumdeilan- leg. Hlaut hann ekki neinn frama, fyrr en vart var stætt á því lengur að ganga fram hjá honum. Síðla árs árið 1943 kvartaði Her- mann Göring ríkismarskálkur sár- an yfir því við Hitler, að á undan- haldi 4. hersins í Rússlandi hefði Heinrici láðst að framfylgja fyrir- 87 skipunum Foringjans um að skilja hvarvetna eftir „sviðna jörð“. Hann tók það sérstaklega fram í ásökun sinni, að hershöfðinginn hefði lagzt gegn skipunum um að „brenna og eyða sérhverri vistarveru" í borg- inni Smolensk. Heinrici lýsti því hátíðlega yfir, að „hefði verið kveikt í Smolensk, hefði hann ekki getað hörfað undan gegnum borgina með menn sína“. Svarið bjó yfir nægi- legri hernaðarlegri rökvísi til þess að koma í veg fyrir, að hann yrði dreginn fyrir herrétt. Nokkrum mánuðum síðar lét Hitl- er skrá Heinrici á „óvirkan" lista vegna „slæmrar heilsu“. En síðla sumars árið 1944 var Heinrici kall- aður til virkrar herþjónustu á nýj- an leik. Hann hafði verið neyddur til þess að draga sig í hlé og hafð- ist við á hressingarhæli. Nú var honum skipað að halda til Ung- verjalands, og átti hann að taka við yfirstjórn hinna aðþrengdu herja Þjóðverja þar í landi. Og þennan morgun var Heinrici nú að flýta sér til Zossen með skipun upp á vasann um að taka að sér yfirstjórn Vistulu-hersins. Hinn berorði hershöfðingi yrði nú stöðugt undir eftirliti Hitlers og „hirðfíflanna". Og allir vissu, hvað varð um þá, sem komust á önd- verðan meið við Hitler og voru ó- sammála honum á einn eða annan hátt. Liðsforingjar, sem verið höfðu nánir samstarfsmenn hershöfðingj- ans, höfðu stungið upp á því við hann, að hann skyldi finna einhverja afsökun til þess að hafna þessari útnefningu, ef til vill af „heilsu- farslegum ástæðum". Heinrici varð
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.