Úrval - 01.04.1966, Side 90

Úrval - 01.04.1966, Side 90
88 ÚRVAL hissa á þessari uppástungu þeirra og svaraði því bara til, að hann mundi hlýðnast skipun þessari „al- veg á sama hátt og hinir óbreyttu hermenn, Schultz eða Schmidt". í hinum leynilegu aðalbækistöðvum. Slánni hjá skýli varðmannanna var lyft upp. Verðirnir heilsuðu að hermannasið, og bíllinn ók að aðal- bækistöðvunum í Zossen. Það var næstum eins og þeir væru komnir inn í aðra veröld, enda var þarna um að ræða aðra veröld í raun og veru: dulbúna, leynilega herveröld, sem gekk undir hinum leynilegu nönfum „Maybach 1“ og Maybach II“. Hin geysistóra stöð, sem þeir óku nú í gegnum, var einmitt Maybach I, aðalbækistöðvar OKH, Yfirher- ráðs landhersins, sem var undir yf- irstjórn Heinz Guderians hershöfð- ingja. Frá bækistöðvum þessum stjórnaði Guderian hersveitunum á Austurvígstöðvunum. Einni mílu frá stöð þessari var svo Maybach II, aðalbækistöðvar OKW, hins sameiginlega jdirherráðs hers, flota og flugliðs. Það yfirher- ráð var valdameira en hitt. Þetta voru aðalbækistöðvar yfirmanns alls herafla Þjóðverja, sjálfs Hitl- ers. Æðstu menn OKW, yfirmaður Yfirherráðsins, Wilhelm Keitel hermarskálkur og Alfred Jodl hers- höfðingi, yfirmaður hernaðarlegra framkvæmda, fylgdust alltaf með Foringjanum, hvar sem hann kaus að dvelja hverju sinni. En með hjálp OKW, þessa mikla bákns, stjómuðu þeir herjunum á Vestur- vígstöðvunum og komu öllum skip- unum Hitlers til landhers, flota og flugliðs áleiðis til réttra viðtakenda. Maybach II var því hið allra helg- asta í helgidóminum. Var bæki- stöðva þessara vel gætt, að fáum þýzkum liðsforingjum hafði verið leyft að stíga þangað fæti sínum. Á milli Maybach I og Maybach II voru háar gaddavírsgirðingar, sem var vandlega gætt af vopnuðum vörðum. Bíll Heinrici brunaði eftir einum af malarvegunum, sem lágu um skóginn þveran og endilangan. Greinar trjánna teygðu sig fram sem verndandi hendur yfir höfðum þeirra. Á milli trjánna voru víðs vegar lág hús úr steinsteypu, og á hernaðarlega mikilvægum stöðvum gat að líta ávöl þökin á neðanjarð- arbyrgjum, sem teygðu sig upp úr jörðinni. í öllum þessum neðanjarð- arstöðvum voru vopnaðir menn. Það mátti segja, að Maybach I og May- bach II væru fremur neðanjarðar- stöðvar en ofanjarðar, þar eð mikill meirihluti tækja, varðstöðva og alls konar byggingar var í rauninni neð- anjarðar. Yfirleitt voru þrjár hæð- ir neðanjarðar í hverri byggingu, og voru svo hinar ýmsu byggingar og stöðvar tengdar saman með jarð- göngum. Stærst þessara bygginga var „Miðstöð 500“, stærsta talsíma- stöðin og hernaðarlega fjarskipta- stöðin í Þýzkalandi. Hún var alger- lega sjálfri sér nóg á allan hátt, hafði sitt eigið loftræstikerfi, vatns- veitu, eldhús og íbúðarskála og náði næstum 70 fet í jörð niður. Þrátt fyrir dulargervi stöðva þess- ara í Zossen, höfðu þær samt orð- ið fyrir loftárásum. Heinrici gat séð
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.