Úrval - 01.04.1966, Síða 94

Úrval - 01.04.1966, Síða 94
92 ÚRVAL sóknar þessarar kom Bandamönnum á óvart, og þeir tóku að hörfa und- an. Svo tókst þeim að styrkja víg- stöðu sína og snúa undanhaldi sínu í gagnsókn og reka hina yfirbuguðu heri Hitlers aftur inn fyrir landa- mæri Þýzkalands á 5 vikum. „Þegar það varð augljóst, að sóknin mundi mistakast", sagði Gud- erian, „sárbað ég Hitler um að flytja lið okkar frá Ardennafjöllunum og senda það til Austurvígstöðvanna. En fortölur mínar voru alveg ár- angurslausar“. Guderian þagnaði og reyndi til hins ýtrasta að ná valdi yfir sér á ný. Síðan bætti hann við: „Rússar eru alveg í dyragættinni. Þeir hafa bara gert hlé á sókn sinni til þess að endurskipuleggja hana og skipa liðssveitunum á ný í sem haganleg- asta vígstöðu. Við búumst við, að þú hafir þriggja til fjögurra vikna frest til þess að undirbúa vörnina. Hvað sem kann að gerast annars staðar, þá verðum við að stöðva Rússa við Oderfljót, ef Þýzkaland á að halda lífi. Guderian skýrði Heinrici frá víg- stöðunni í smáatriðum með hjálp korta. Svo leit hann á úrið sitt og sagði gremjulega: „ég verð að fara aftur til Berlínar til þess að sitja umræðufund með Foringjanum klukkan þrjú“. Hugsunin ein um þennan tilvonandi umræðufund varð til þess, að hann missti aftur stjórn á skapi sínu. „Mér er gert það ó- kleift að vinna“, sagði hann. „Tvisv- ar á dag stend ég tímunum saman og hlusta á þennan hóp, sem fylgir Hitler stöðugt, hlusta á þessa menn þvæla einhverja vitleysu án þess að ræða nokkuð af viti! Allur tím- inn fer í ferðirnar og í þessa fundi í Berlín, þar sem ég verð að hlusta á eintóma þvælu“. Alger leyndarmál koma fram í dags- Ijósið. Einn af aðstoðarmönnum Heinrici, hinn 36 ára gamli Heinrich von Bila höfuðsmaður, hafði beðið í ytri skrifstofu Guderians eftir því að samræðum þeirra Heinrici lyki. Sí- fellt var farið með fleiri skjöl og kort úr skrifstofunni inn í einka- skrifstofu Guderians. Von Bila fylgdist með því, hvernig staflinn minnkaði stöðugt. Þegar aðeins voru eftir 1 — 2 plögg, varð honum litið á efra plaggið, sem lá í skjalakörfu við hlið honum. Þetta var kort af öllu Þýzkalandi, en strikin og lín- urnar á korti þessu virtust mjög einkennilegar. Von Bila skoðaði kortið nánar. Kortið var sannarlega einkennilegt. Öll nöfn á því voru á ensku. Hann var að virða fyrir sér kort Bandamanna af Þýzkalandi, kort, sem var algert leyndarmál. Kort þetta sýndi sem sé, hvernig Bandamenn ætluðu sér að hernema og skipta Þýzkalandi á miili sín! Frumrit þessa korts og skjöl þau, sem kortinu fylgdu, lágu nú í pen- ingaskáp í aðalbækistöðvum Jodls hershöfðingja. Þjóðverjar höfðu náð korti þessu af Bretum síðari hluta janúarmánaðar eða síðustu daga sóknarinnar í Ardennafjöllunum . Af öllum þeim leyndarmálum, sem þýzka upplýsingaþjónustan hafði komizt yfir á stríðsárunum, veitti þetta plagg kannske nöktustu og afdráttarlausustu upplýsingarn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.