Úrval - 01.04.1966, Síða 94
92
ÚRVAL
sóknar þessarar kom Bandamönnum
á óvart, og þeir tóku að hörfa und-
an. Svo tókst þeim að styrkja víg-
stöðu sína og snúa undanhaldi sínu
í gagnsókn og reka hina yfirbuguðu
heri Hitlers aftur inn fyrir landa-
mæri Þýzkalands á 5 vikum.
„Þegar það varð augljóst, að
sóknin mundi mistakast", sagði Gud-
erian, „sárbað ég Hitler um að flytja
lið okkar frá Ardennafjöllunum og
senda það til Austurvígstöðvanna.
En fortölur mínar voru alveg ár-
angurslausar“.
Guderian þagnaði og reyndi til
hins ýtrasta að ná valdi yfir sér á
ný. Síðan bætti hann við: „Rússar
eru alveg í dyragættinni. Þeir hafa
bara gert hlé á sókn sinni til þess
að endurskipuleggja hana og skipa
liðssveitunum á ný í sem haganleg-
asta vígstöðu. Við búumst við, að
þú hafir þriggja til fjögurra vikna
frest til þess að undirbúa vörnina.
Hvað sem kann að gerast annars
staðar, þá verðum við að stöðva
Rússa við Oderfljót, ef Þýzkaland
á að halda lífi.
Guderian skýrði Heinrici frá víg-
stöðunni í smáatriðum með hjálp
korta. Svo leit hann á úrið sitt og
sagði gremjulega: „ég verð að fara
aftur til Berlínar til þess að sitja
umræðufund með Foringjanum
klukkan þrjú“. Hugsunin ein um
þennan tilvonandi umræðufund varð
til þess, að hann missti aftur stjórn
á skapi sínu. „Mér er gert það ó-
kleift að vinna“, sagði hann. „Tvisv-
ar á dag stend ég tímunum saman
og hlusta á þennan hóp, sem fylgir
Hitler stöðugt, hlusta á þessa menn
þvæla einhverja vitleysu án þess
að ræða nokkuð af viti! Allur tím-
inn fer í ferðirnar og í þessa fundi
í Berlín, þar sem ég verð að hlusta
á eintóma þvælu“.
Alger leyndarmál koma fram í dags-
Ijósið.
Einn af aðstoðarmönnum Heinrici,
hinn 36 ára gamli Heinrich von Bila
höfuðsmaður, hafði beðið í ytri
skrifstofu Guderians eftir því að
samræðum þeirra Heinrici lyki. Sí-
fellt var farið með fleiri skjöl og
kort úr skrifstofunni inn í einka-
skrifstofu Guderians. Von Bila
fylgdist með því, hvernig staflinn
minnkaði stöðugt. Þegar aðeins voru
eftir 1 — 2 plögg, varð honum litið
á efra plaggið, sem lá í skjalakörfu
við hlið honum. Þetta var kort af
öllu Þýzkalandi, en strikin og lín-
urnar á korti þessu virtust mjög
einkennilegar. Von Bila skoðaði
kortið nánar. Kortið var sannarlega
einkennilegt. Öll nöfn á því voru
á ensku. Hann var að virða fyrir
sér kort Bandamanna af Þýzkalandi,
kort, sem var algert leyndarmál.
Kort þetta sýndi sem sé, hvernig
Bandamenn ætluðu sér að hernema
og skipta Þýzkalandi á miili sín!
Frumrit þessa korts og skjöl þau,
sem kortinu fylgdu, lágu nú í pen-
ingaskáp í aðalbækistöðvum Jodls
hershöfðingja. Þjóðverjar höfðu náð
korti þessu af Bretum síðari hluta
janúarmánaðar eða síðustu daga
sóknarinnar í Ardennafjöllunum .
Af öllum þeim leyndarmálum,
sem þýzka upplýsingaþjónustan
hafði komizt yfir á stríðsárunum,
veitti þetta plagg kannske nöktustu
og afdráttarlausustu upplýsingarn-