Úrval - 01.04.1966, Page 97

Úrval - 01.04.1966, Page 97
SÍÐASTA ORRUSTAN 95 orð síðar: „Ég held ekki, að neinn hafi þá getað gert sér grein fyrir hinum endanlegu áhrifum og afleið- ingum af þessari ákvörðun um skipt- ingu, sem hefur að öllum líkindum verið tekin af einhverjum minni háttar embættismanni í flermála- ráðuneytinu. En frá ákvörðun þeirri má síðan rekja atburðarásina, sem á eftir fór“. Bandaríski forsetinn, sem stadd- ur var um borð í herskipinu „Iowa“, gerði sér samt grein fyrir því, hverj- ar afleiðingar þessi ákvörðun kynni að hafa. „Mér geðjast ekki að þessu fyrirkomulagi“, sagði hann. Hann vildi, að Bandaríkjamenn fengju norðvesturhluta Þýzkalands. Hann vildi fá aðgang að risahöfnunum Bremen og Hamborg. Og hann var einnig ákveðinn, hvað annað atriði snerti: Hann vildi, að bandaríska hernámssvæðið teygði sig yfir norð- urhluta Þýzkalands allt austur til borgaijijnnar Stettin við Oderósa. „Bandaríkin ættu að fá Berlín“!, sagði Roosevelt. „Sovétríkin geta tekið héruðin þar fyrir austan". Þessar tillögur forsetans gerðu hernaðarlega ráðgjafa hans furðu lostna. Æðstu yfirmenn bandaríska hersins, flotans og flugliðsins höfðu haldið, að nú þegar væri búið að taka ákvarðanir um öll þessi mál, og því höfðu þeir samþykkt aðal- inntak áætlunar þessarar fyrir sitt leyti fyrir þrem mánuðum. Nú var forsetinn þannig að gagnrýna sjálf- an grundvöllinn, sem hin fyrirhug- aða allsherjarinnrás í meginland Evrópu hvíldi á. Væri nú farið að breyta til með skiptingu hernáms- svæðanna, yrði að flytja til hinar ýmsu liðsveitir í Englandi, áður en innrásin hæfist. Þetta mundi tefja sóknina yfir Ermarsund og stofna henni jafnvel í hættu. Hernaðarlegir ráðgjafar forsetans reyndu að sýna honumfram á, hverj- ar geysilegar breytingar slík röskun mundi óhjákvæmilega verða að hafa í för með sér. Þeir lögðu einnig á- herzlu á, að vandamálin, sem þann- ig mundu skapast, væru mjög al- varlegs eðlis. Að þeirra áliti kost- aði slík röskun áætlunarinnar allt of mikið á allan hátt. En Roose- velt vildi ekki láta sig. Loks teygði hann sig eftir Þýzka- landskortinu frá tímaritinu „Nati- onal Geographic“. Á kort þetta dró hann strik yfir vesturlandamæri Þýzkalands til Dússeldorf og suður með Rín og Mainz. Þar skar hann Þýzkaland í tvo helminga með striki eítir 50. breiddarbaug austur til Asch við téknesku landamærin. Síð- an færðist blýantur hans norðaustur til borgarinnar Stettin við Oderósa. Bandaríkjamenn skyldu fá svæðið fyrir ofan þetta strik, Bretar svæð- ið fyrir neðan það. Mjóa, þríhyrnda svæðið, sem eftir varð í austurhluta landsins skyldi augsýnilega verða hið sovézka svæði. Stórborgin Leip- zig var í toppi þríhyrnings þessa. Þetta var minna en helmingur þess svæðis, sem Rússlandi hafði verið úthlutað samkvæmt Rankin C-áætl- uninni. Berlín var þarna við mörk- in milli sóvézka og bandaríska svæð- isins. Skipting þessi sýndi óvéfengj- anlega, hvað Roosevelt forseti hafði í hyggju. Hann var fyrst og fremst ákveðinn í því, að Bandaríkjamenn skyldu fá Berlín.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.