Úrval - 01.04.1966, Qupperneq 106
104
var sérstaklega vel útbúið til þess-
arar sóknar. Til þess töldust 35 her-
deildir og aðrar deildir í tengslum
við þær, þar á meðal 9. herinn
bandaríski. í suðri átti bandarískt
lið að halda yfir ána og stefna til
Frankfurtsvæðisins. Þar var um að
ræða aðra sókn, sem gæti síðan
breytzt í aðalsóknina inn í Þýzka-
land, ef sókn Montgomery norðar í
landinu mistækist.
Föstudaginn 23. marz fór Winston
Churchill til Þýzkalands til þess að
verða vitni að upphafi sóknarinnar
yfir Rín. Þegar hann stóð þarna á
árabkkanum og virti fyrir sér menn
og tæki, sem streymdu yfir ána í
endalausum straumi, sagði hann við
Eisenhower: ,,Minn kæri hershöfð-
ingi, það er þegar búið að sigra
Þjóðverjann. Við erum búnir að
klófesta hann. Hann er búinn að
vera“.
Á meðan hafði 3. bandaríski her-
inn undir stjórn Pattons hershöfð-
ingja orðið á undan sveitum Mont-
gomery í sókninni yfir Rín. Þeir
höfðu sem sé iagt af stað nóttina
áður og héldu nú í áttina til Frank-
furt. Andspyrna óvinarins reyndist
furðulega léttvæg meðfram gervöll-
um vígstöðvunum, er bandarískar og
brezkar sveitir ruddust inn í hjarta
Þýzkalands. Eftir 5 daga var Mont-
gomery þegar kominn langleiðina
til Elbefljóts og leiðin til Berlínar
virtist opin og greiðfær. Hún var
einnig opin stjórnmálalega séð. Það
höfðu aldrei farið fram neinar við-
ræður milli hinna Þriggja Stóru um
það, hver þeirra skyldi taka borg-
ina. Berlín var allra skotmark og
beið þess eins að vera hertekin af
ÚRVAL
þeim her Bandamanna, sem þangað
næði fyrst.
Úr 800 feta hæð virtust raðir her-
manna, skriðdreka og annarra far-
artækja og vígvéla alveg endalaus-
ar. Duane Francies liðsforingi virti
þennan stórkostlega sjónleik fyrir
sér úr „Miss Lee“, Piper Cub flug-
vélinni sinni, sem var óvopnuð
könnunarflugvél. Hann var alveg
heillaður. Hann hafði fylgzt með
sókninni yfir Rín og inn í hjarta
Þýzkalands allt frá því fyrstu lið-
sveitirnar héldu yfir Rín. Og nú,
þann 28. marz, var Rín langt að
baki, og alls staðar, hvert sem litið
var, til hægri og vinstri, fram und-
an og aftur undan, gatað líta enda-
lausar sveitir manna og tækja.
Francies lækkaði flugið og velti
flugvélinni, líkt og hann væri að
veifa hermönnunum með vængjum
hennar. Og þeir veifuðu á móti. Svo
flaug hann af stað í austurátt til
þess að halda áfram könnunarflugi
sínu fyrir fremstu skriðdrekasveitir
5. brynvörðu herdeildarinnar.
Hann var viss um, að sigurinn
væri í nánd. Ekkert gat stöðvað þessa
sókn. Þessum 24 ára gamal flug-
manni fannst sem „sjálf jarðskorp-
an hefði losnað og væri að æða í
áttina til Elbe“, síðasta stórfljóts-
ins á leiðinni til Berlínar.
Allt frá Hollandi og næstum al-
veg suður til svissnesku landamær-
anna hafði 350 mílna breið flóð-
bylgja manna, tækja og birgða ver-
ið að flæða dögum saman austur á
bóginn inn á þýzku slétturnar. Síð-
asta stórsóknin var hafin. Það var
um að ræða þrjá stórheri. í norðri