Úrval - 01.04.1966, Page 121
NÝJA SKÓGARBORGIN í FINNLANDI
119
um hávaxinna trjáa. Það er ekki
um nein bílastæðisvandamál að
ræða, því að það er nóg af sérstök-
um bílastæðum og almenningsbíla-
geymslum í Tapiola.
Öll húsin standa svolítið frá veg-
unum, bæði einbýlishúsin og fjöl-
býlishúsin. Og allir garðarnir á bak
við húsin halla upp á við eða nið-
ur á við í áttina til skógarstígs. í
sérhverri íbúð er að minnsta kosti
einn risavaxinn gluggi, sem snýr
að skógi, vatni eða sjó, hvort sem
um einbýlishús er að ræða eða há-
hýsi.
DRAUMABORG
Fyrir um 12 árum, þegar Heikki
von Hertzen byrjaði að hrinda í
framkvæmd draumi sérhvers Finna
um heimili innan um grenitré og
birkilundi, hlógu menn að hug-
mynd hans um skógarborg. Skipu-
leggjendur sögðu, að hér væri bara
um draumaborg að ræða, sem væri
fjarlæg öllum veruleika. Yfirvöld
þess staðar, sem hann ætlaði að
reisa borg sína á, kærðu sig alls
ekki um hana, þar eð þau álitu,
að bygging skóla, lagning vega og
alls konar önnur opinber þjónusta
hefði allt of mikinn kostnað í för
með sér. Bankarnir álitu hugmynd
hans ekki fjárhagslega hagkvæma,
álitu sem sagt, að hér væri bara
um skýjaborg að ræða. Því hikuðu
þeir við að lána honum fé. Ríkis-
stjórnin hafði að vísu mikinn hug
á að efla nýjar íbúðabyggingar til
þess að leysa úr geysilegum vand-
ræðum 425.000 heimilislausra Finna,
sem höfðu flutzt burt úr landa-
mærahéruðunum. En samt var ekki
um neinn stuðning hennar við þessa
hugmynd að ræða. Henni leizt ekki á
hugmyndina, enda hafði hún ekki
mikið fjármagn handbært, eftir að
hafa greitt Rússum geysilegar
skaðabætur. Tapiola hefði haldið
áfram að vera aðeins borg í huga
Heikki von Hertzens, ef hann hefði
ekki reynzt þrjózkur með eindæm-
um, enda kallar hann sjálfan sig
„þrjózkan Finna“.
Hann fæddist árið 1913 í Viborg
(Viipuri), sem tilheyrir nú Rússum.
Svo lagði hann stund á lögfræði
við Helsinkiháskóla. Árið 1943 varð
hann aðalritari Fjölskylduvelferðar-
ráðsins og byrjaði að leita að ráð-
um til þess að leysa svolítið úr hús-
næðisvandræðum fjölskyldna, sem
þyrptust til Helsinki og annarra
stórra borga í sívaxandi mæli.
„Börnin okkar eru mesta eign
Finnlands,“ sagði hann við hverja
þá forráðamenn og samtök, sem
vildu á hann hlusta.
Predikanir von Hertzens í þessu
efni tóku loks að bera ávöxt á ár-
inu 1951, þegar hann gat talið fimm
önnur félagasamtök á að taka hönd-
um saman við Fjölskylduvelferðar-
ráðið til þess að stofna „Asunto-
sáátiö“, Húsnæðismálastofnunina,
einkafyrirtæki, sem er ekki rekið
í ábataskyni. Þessi stofnun átti að
gera tilraun til að reisa heila nýja
borg í ósnortnu umhverfi. Hann
gerðist svo framkvæmdastjóri stofn-
unarinnar.
Aflað var nægilegs fjármagns eða
um 200.000 sterlingspunda til þess
að kaupa 670 ekrur hæðótts skóg-
lendis við vog inn úr Finnska flóa.
Með hjálp þessa byrjunarfjármagns