Úrval - 01.12.1966, Síða 10

Úrval - 01.12.1966, Síða 10
8 ÚRVAL lausir með öllu. Vandamálið er ekki aðeins það, að of mikill hluti kennaranna eru konur. Mesta hætt- an liggur í því að skólinn er um of heimur konunnar, miðaður við kon- ur og stjórnað af konum. Siðaregl- ur skólans fela í sér ákvæði um sið- semi, hlýðni, háttprýði, hreinlæti, þögn, og einnig líkamlegt og jafn- vel andlegt aðgerðarleysi. Sumt af þessu, ef til vill margt, getur verið gott og nauðsynlegt. En herþjálfun getur framfylgt nokkru af þessum siðareglum eins og hlýðni og aga á mönnum án þess að gera þá kveif- arlega eða kvenlega, eins og þeir verða í skólunum. Til allrar óham- ingju eru hinar karlmannlegu dyggðir algjörlega andstæðar kven- legum dyggðum skólanna. Eðli karlmanna er framkvæmdasemi á öllum sviðum, fremur en aðgerðar- leysi. Það krefst framkvæmda og hreyfingar fremur en þess að sitja kyrr. Þeim fellur betur að vera sjálfstæðir en undir annarra stjórn, tala fremur en þegja, hugrekki fremur en hugleysi eða hlédrægni og vilja heldur slást en lifa í ei- lífum friði. Ein af reglum kven- fólks er að leggja mikið á sig í námi en það er mjög andstætt eðli drengja. Einnig er eitt af grundvall- aratriðum vandamálsins að drengir hafa meiri orku og afl til fram- kvæmda og hreyfinga, þeir borða meira og þeir geta andað frá sér allt að 40% meiri kolsýru en stúlk- ur. Enda þótt hver drengur verði að læra að vera sinn eigin herra, krefst skólinn þess, að hann hlýði yfirvöldum hans hversu gerræðisleg og óskynsamleg sem þau eru. En raunum drengsins er sannarlega ekki hér með lokið. Auk þess anda sem ríkir í skólanum verður hann einnig að berjast við námsefnið. I ljós kemur að einnig það virðist vera sniðið við hæfi kvenfólks. Sem dæmi má taka tungu og bók- menntir, sem hvort tveggja eru ómissanleg fög. Kennsla í þeim einkennist algjörlega af kvenleg- um smekk eins og til að undir- strika við drengina að ritað mál, bækur, ímyndunaraflið og listir, séu einkaeign kvenfólks og þeirra einkennilegu karlmanna sem hafa sama áhuga og þær. Fyrst við teljum okkur þurfa að klyfja drengi af móðurmálskennslu á hverju skólaári, hljótum við að geta fundið leiðir til að sannfæra þá um að ,,góðar“ bókmenntir geti verið harðsoðnar, einfaldar og speglað þeirra eigin tilfinningar og reynslu. Hvers vegna þarf til dæm- is við kennslu í Shakespeare að sleppa blóðugum átökum eða ber- orðum setningum, sem standa Goldfinger fyllilega á sporði, en láta í stað þess ljóðrænu málsins og bragfræði tröllríða öllu? Allt leiðir þetta okkur aftur til orða og atriða sem við höfum rætt án þess að hafast nokkuð að. Þetta á við um lífræna kennslu, rannsóknir, lausnir vandamála, ævintýri og athafnir. Vegna þess að drengi langar til að ráða yfir heimi sínum fremur en að hreiðra um sig í honum, eru þeir oft hug- fangnir af vélum, tækni og hinum merkilegu gátum náttúrunnar. Þessi áhugamál karlmannsins eru næstum of augljós til að nefna þau.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.